Aðalfundur og árshátíð Kvenna í orkumálum árið 2018 fóru fram þann 31. maí sl. á Bryggjunni Brugghúsi. Aðalfundur var með hefðbundnu sniði þar sem formaður fór yfir starfsemi ársins og lagði fram skýrslu stjórnar til samþykktar. Gjaldkeri lagði einnig fram reikninga félagsins til samþykktar. Engar breytingar á samþykktum voru lagðar til og var það tillaga stjórnar að leggja ekki á félagsgjöld að þessu sinni. Árshátíð KíO var haldin í kjölfarið […]