WING og KíO bjóða til samhristings mánudagskvöldið 25. október í Gamla bíó!
Á staðnum verður fjölbreyttur hópur fólks sem starfar í orkumálum og því er þetta kjörið tækifæri til að hittast, kynnast og spjalla.
Hljómsveit hússins mun taka nokkur lög og gestum gefst einstakt tækifæri til að koma fram með hljómsveitinni! Á staðnum verða ýmis konar hljóðfæri en einnig er hægt að koma með eigið undirspil og syngja.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Að því loknu opnar barinn þar sem hægt er að kaupa sér drykki til viðbótar.
Ekki er rukkað inn en skráning er nauðsynleg.
Við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.