30. ágúst 2017
Konukvöld með UNU-GTP

Þann 23. ágúst síðastliðinn stóðu Konur í orkumálum fyrir frábærlega vel heppnuðu konukvöldi á Marina hóteli þar sem við buðum sérstaklega velkomnar konur sem stunda nám við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin var að kynnast betur þeim konum sem eru komnar hingað til lands, og hafa margar hverja lagt afar mikið undir til að geta látið námið rætast, og mynda þannig tengsl við önnur lönd. Þrjár konur sögðu okkur sögu sína, […]

Sjá nánar
15. ágúst 2017
Skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum – 2017

Konur í orkumálum fengu endurskoðunarfyrirtækið Ernst&Young til að gera skýrslu fyrir félagið þar sem úttekt væri gerð á stöðu kvenna í orkugeiranum á íslandi í dag. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta grun stjórnarmanna um lítið hlutfall kvenna í geiranum, bæði hlutfallslega af öllum stöðugildum innan geirans svo og sífellt minna eftir því sem ofar er farið í daglegri stjórnun fyrirtækjanna sem voru í úrtakinu. Voru þar forstjórar og æðstu framkvæmdastjórar aðeins 8% […]

Sjá nánar
24. mars 2017
Landsnet bakhjarl félagsins konur í orkumálum

Landsnet og Konur í orkumálum skrifuðu í dag undir samning sem kveður á um að Landsnet bætist í hóp bakhjarla félagsins til næstu tveggja ára. „Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir miklu máli að taka virkan þátt í að auka hlut kvenna í orkugeiranum. Hjá okkur starfar öflugur hópur kvenna með fjölbreytta menntun en í ákveðnum starfsgreinum vantar okkur konur til starfa. Hlutfallið hjá okkur er í dag 20/80 en þegar […]

Sjá nánar
10. mars 2017
Ragnheiður Elín fjallar um KíO

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra var nýverið ráðin sem ráðgjafi í orkumálum við Atlantic Council hugveituna í Washington. „Ég er frekar ánægð með þetta og bara nokkuð stolt yfir að AC leitaði til mín um þetta samstarf, sem ég mun auðvitað leggja metnað minn í að sinna vel,“ segir Ragnheiður Elín, á Facebook-síðu sinni. Þar greinir hún frá því að hún hefur verið ráðin sérfræðingur í orkumálum hjá […]

Sjá nánar
12. febrúar 2017
Fyrstu aðal- og ársfundir KíO

Fyrstu aðal- og ársfundir Kvenna í orkumálum voru haldnir þann 6. apríl sl. Aðalfundur var með hefðbundnu sniði þar sem formaður fór yfir starfsemi ársins og skýrslu stjórnar og gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins til samþykktar. Þá var skoðunarmaður kosinn en aðeins eitt framboð var til skoðunarmanns og var Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður sjóðsstýringar hjá Landsvirkjun, því sjálfkjörin. Engar breytingar á samþykktum voru lagðar til og var það tillaga stjórnar […]

Sjá nánar
crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram