Hlutverk KÍO er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra og auka áhrif innan orku- og veitugeirans. Félagið er opið öllum kynjum sem vilja stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika í orkumálum og sýna það í verki.
Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitugeiranum á Íslandi eða hafa áhuga á honum. Aðild að félaginu er gjaldfrjáls og opin öllum kynjum.