Skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum – 2017

15. ágúst 2017

Konur í orkumálum fengu endurskoðunarfyrirtækið Ernst&Young til að gera skýrslu fyrir félagið þar sem úttekt væri gerð á stöðu kvenna í orkugeiranum á íslandi í dag. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta grun stjórnarmanna um lítið hlutfall kvenna í geiranum, bæði hlutfallslega af öllum stöðugildum innan geirans svo og sífellt minna eftir því sem ofar er farið í daglegri stjórnun fyrirtækjanna sem voru í úrtakinu. Voru þar forstjórar og æðstu framkvæmdastjórar aðeins 8% konur. Niðurstöður hvað varðar stjórnir þeirra eru nokkuð betri þar sem um helmingur meðstjórnenda eru konur en aðeins um fjórðungur stjórnarformenn.

Konur í orkugeiranum hérlendis koma vel út í alþjóðlegum samanburði, bæði hvað varðar stjórnir fyrirtækjanna og stjórnendur í daglegum rekstri þeirra.

Hér má nálgast skýrsluna.

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram