Harpa Pétursdóttir áfram formaður KíO – Fimm nýjar konur taka sæti í stjórn

20. maí 2020

Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, var í dag kjörin formaður Kvenna í orkumálum til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins, sem haldinn var með rafrænum hætti. Harpa var ein af stofnendum félagsins árið 2016 og hefur gegnt formannsstöðu frá upphafi.

Fimm nýjar konur tóku sæti í stjórn eftir aðalfundinn; Amel Barich, verkefnastjóri hjá GEORG, Anna Lilja Oddsdóttir, verkefnastjóri hjá OS, Ásdís Benediktsdóttir, teymisstjóri hjá ÍSOR, Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur hjá OR og Svandís Hlín Karlsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþjónustu og þróunar hjá Landsneti.

Þær Auður Nanna Baldvinsdóttir, orkuhagfræðingur, Birta Kristín Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Grænvangi, Elín Smáradóttir, lögfræðingur hjá OR og Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, voru allar endurkjörnar í stjórn KíO.

Stjórn KíO til ársins 2022 er því svo skipuð:

Aðalmenn:

Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður
Amel Barich
Ásdís Benediktsdóttir
Ásdís Eir Símonardóttir
Elín Smáradóttir
Lovísa Árnadóttir
Svandís Hlín Karlsdóttir

Varamenn:

Auður Nanna Baldvinsdóttir
Birta Kristín Helgadóttir
Anna Lilja Oddsdóttir‍

Fráfarandi stjórnarkonum, þeim Ásdísi Gíslason, Helgu Barðadóttur, Írisi Baldursdóttur, Kolbrúnu Rögnu Ragnarsdóttur og Vigdísi Harðardóttur eru þökkuð góð störf í þágu félagsins.

Félagið Konur í orkumálum var stofnað árið 2016. Tilgangur þess er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra sín á milli og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna er varðar orkumál. ​

Félagið hefur meðal annars gefið út tvær skýrslur um stöðu kvenna í orkumálum á Íslandi sem unnar voru af Ernst & Young. Þá hefur félagið staðið fyrir könnun um líðan kvenna í orkugeiranum á Íslandi og greiningum á hlutfalli kynja þegar kemur að viðmælendum fjölmiðla í orkutengdum fréttum í samstarfi við Creditinfo auk fjölbreyttra viðburða.

www.kio.is

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram