Kynjajafnrétti í orkugeiranum á Norðurlöndunum mjög ábótavant

24. ágúst 2021

16% prósent stjórnarformanna í orkugeiranum á Norðurlöndumeru konur og þær eru aðeins þriðjungur stjórnarmanna í heild sinni. Þá eru konurí minnihluta þeirra sem kenna orkutengd fög í háskólum. Þetta kemur fram ínýrri skýrslu um stöðu kvenna sem EY hefur unnið fyrir Nordic Energy EqualityNetwork að fyrirmynd Kvenna í orkumálum.

Norðurlöndin státa almennt af góðum árangri íjafnréttismálum, en orkugeirinn virðist hafa setið eftir miðað við niðurstöðurskýrslunnar. Að meðaltali fylla konur 28% allra stöðugilda innan orkugeirans á Norðurlöndunumen þær raðast síður í æðstu stjórnendastöður. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnarþarf að styrkja stöðu kvenna innan geirans til að ná frekar markmiði um aðskipta yfir í grænt orkukerfi á sjálfbæran hátt á Norðurlöndum, sem og íheiminum öllum.

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér: https://www.nordicenergy.org/article/gender-equality-in-the-nordic-energy-sector-lags-behind/

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram