Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitugeiranum á Íslandi eða hafa áhuga á honum. Félagið er opið öllum sem telja tilgang félagsins sig varða og vilja stuðla að framgangi félagsins. Aðild að félaginu er opin öllum kynjum enda getur það varðað hagsmuni allra að jafna hlutfall kynja í geiranum. Aðild að félaginu er gjaldfrjáls.
Fundargerðir stjórnar 2022
Fundargerðir stjórnar 2017
Tilgangur félagsins er að
Konur í orkumálum hafa sterka bakhjarla úr atvinnugreininni sem styðja félagið með fjármögnun, aðstöðu og aðstoð með viðburði.
Undirbúningur að stofnun félagsins hófst í september árið 2015 þegar Harpa Pétursdóttir fékk með sér í lið þær Auði Nönnu Baldvinsdóttur, Elínu Smáradóttur, Helgu Barðadóttur og Petru Steinunni Sveinsdóttur til að skoða stofnun félagsins. Ákveðið var að stofna félag sem sinnti framgangi og þróun kvenna innan geirans og var ákaflega vel tekið í hugmyndina af allra hálfu. Úr varð að prófa að halda fund þangað sem konur úr geiranum yrðu boðaðar, þann 15. janúar 2016. Upphaflega átti að halda fundinn í matsal Landsvirkjunar, sem hafði boðist til að lána aðstöðu og bjóða upp á veitingar með, en þegar á þriðja hundrað kvenna hafði boðað komu sína var ákveðið að færa fundinn í Norðurljósasal Hörpu. Á fundinn mættu nærri 200 konur úr geiranum svo ljóst var frá upphafi að þörfin var ærin.
Félagið var svo formlega stofnað þann 11. mars 2016 og fyrsta stjórn félagsins kjörin en síðan hefur félagið starfað jafnt og þétt og vakið mikla athygli.