Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 var farið í árlega gönguferð KÍO. Að þessu sinni var það Landsnet sem bauð félagskonum í göngu. Farið var upp á Helgafell í Hafnarfirði og fræðst um umhverfið og þær línuleiðir og breytingar sem eru í undirbúningi í flutningskerfinu í kringum Hafnarfjörð hjá Landsneti.
Gengið var frá Kaldárseli kl. 17:00 þennan dag. Boðið var upp á hressingu áður en lagt var af stað en það voru þær Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landnets, og Unnur Helga Kristjánsdóttir, yfirmaður verkefnisstjórnunar framkvæmda hjá Landsneti, sem voru leiðsögumenn í göngunni. Þórarinn Bjarnason, verkefnastjóri á Framkvæmda- og rekstrarsviði, hljóp í skarðið fyrir Unni Helgu á síðustu stundu.
Það var vel mætt í gönguna og við þökkum fyrir skemmtilega og fræðandi göngu!