27. september 2023
Staða kvenna í orku- og veitugeiranum 2023

Í dag gefum við, Konur í orkumálum, út fjórðu skýrsluna um áhrifa- og ákvörðunarvald kvenna í 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum á Íslandi. Skýrslan er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Í hverri skýrslu er valið eitthvað ákveðið málefni til þess að skoða enn frekar og í ár völdum við að skoða hver tækifærin hafa verið til þess að jafna kynjahlutfallið […]

Sjá nánar
1. september 2023
Sumarganga KÍO 2023

Sumarganga Kvenna í orkumálum var í boði Landsvirkjunar í ár og fór fram í fallegu nágrenni við nokkrar af vatnsaflsstöðvum fyrirtækisins í Soginu þann 29. ágúst í blíðskaparveðri. Góður hópur lagði af stað frá Norðlingaholti með rútu í Sogið þar sem fyrsta stopp var orkusýningin í Ljósafossi og leiðsögn niður í Írafossstöð með Guðmundi Finnbogasyni verkefnastjóri á sviði samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Uppfull af fróðleik hélt hópurinn því næst […]

Sjá nánar
1. júní 2023
Velkomin í sumargöngu KÍO

Sumarganga Kvenna í orkumálum í ár fer fram í fallegu nágrenni við nokkrar af vatnsaflsstöðvum Landsvirkjunar. Göngum upp á Búrfell í Grímsnesi og ef veðurguðirnir verða góðir við okkur fáum við vonandi frábært útsýni! Skráning fer fram hér:https://forms.gle/LLmVAtQNQgSb68tDA Hittumst við Olís Norðlingaholti þriðjudaginn 29. ágúst kl. 14:30 og þaðan förum við saman í rútu að Ljósafossstöð. Aksturinn frá Olís Norðlingaholti og að Ljósafossstöð tekur um 50 mín. Við byrjum á […]

Sjá nánar
25. maí 2023
Fjölmiðlalykill KÍO 2023

Konur eru um 40% viðmælenda í fréttum ljósvakamiðla um orku- og veitumál samkvæmt niðurstöðum Fjölmiðlalykils KÍO fyrir árið 2022 sem við birtum nú í annað sinn og byggja gögnin á greiningu Fjölmiðlavaktar Creditinfo. Hlutfallið hækkar töluvert  frá síðasta Fjölmiðlalykli KÍO frá árinu 2018 þegar það var aðeins um 30%. Í fréttum sem fjalla um orku- og veitumál hefur hlutfall kvenkyns viðmælenda hækkað úr 29% í 39% frá árinu 2018. Í […]

Sjá nánar
11. apríl 2023
Aðalfundur KÍO 2023

Boðað er til aðalfundar Kvenna í orkumálum miðvikudaginn 19. apríl kl. 11:00 – 12:00. Fundurinn fer alfarið fram á Teams, hér er hlekkur á fundinn. Dagskrá Lagðar eru fram eftirfarandi breytingar á núgildandi samþykktum félagsins  (https://konuriorkumalum.is/samthykktir-kvenna-i-orkumalum/) með það að markmiði að auka áhrif kvenna í orkugeiranum og að ósk um aðild að félaginu sé skilvirkari.  3.gr. verður: Tilgangur félagsins er að  4.gr. verður: Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því […]

Sjá nánar
28. mars 2023
Árshátíð KÍO 21. apríl

Árshátíð Kvenna í orkumálum verður haldin með pomp og prakt þann 21. apríl á Sæta svíninu!Hvar: Sæta svínið Gastropub, Hafnarstræti 1-3, ReykjavíkHvenær: Fordrykkur hefst kl. 18:30 og 3 rétta hátíðarkvöldverður kl. 19:30. Hvað: Á dagskránni er uppistand með engri annarri en Vigdísi Hafliðadóttur leikkonu og söngkonu hljómsveitarinnar FLOTT! Einnig skemmti-pöbbkviss og karíókí fyrir söngþyrsta! Hver: Allt félagsfólk Kvenna í orkumálum er velkomið.Skráning og matur: Sætafjöldi er takmarkaður, fyrst koma, fyrst fá! Hér skráir þú þátttöku þína […]

Sjá nánar
6. febrúar 2023
Húsfyllir og stemming á viðburði KÍO, Grænvangs og Íslandsstofu

Á föstudaginn síðastliðinn buðu Konur í orkumálum í samstarfi við Grænvang og Íslandsstofu til viðburðar í höfuðstöðvum Íslandsstofu í Grósku hugmyndahúsi. Mæting var afar góð þrátt fyrir gula veðurviðvörun og góð stemming á meðal gesta. Örkynningar á fjórum sprotafyrirtækjum sem leidd eru af kvenfrumkvöðlum og félagskonum KÍO vöktu mikla lukku og áhuga gesta enda einstaklega spennandi nýsköpunarfélög sem eru að leggja sitt af mörkum til orkuskipta og sjálfbærrar þróunar. KÍO […]

Sjá nánar
31. janúar 2023
Gróska í geiranum – gleðistund og örkynningar

Konur í orkumálum, Íslandsstofa og Grænvangur bjóða í gleðistund með veitingum í fljótandi og föstu formi og örkynningar á spennandi sprotafyrirtækjum leidd af kvenfrumkvöðlum í íslenska orkugeiranum. OPINN VIÐBURÐUR FYRIR ÁHUGAFÓLK JAFNT SEM MEÐLIMI KÍO – HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR! Föstudagur 3. febrúar kl. 16:00Gróska, 4. hæð, Bjargargata 1, 102Vinsamlegast skráið þátttöku til að sporna gegn matarsóun: https://forms.gle/fXQVYAo2KEGFPWj48 ÖRKYNNINGAR María Kristín Þrastardóttir – SideWind: Fyrirtækið stefnir að framleiðsluvindtúrbína sem […]

Sjá nánar
3. janúar 2023
Hvernig líður fólki í orkugeiranum?

Rétt fyrir jól birti Hildur Harðardóttir stjórnarformaður KÍO skoðanagrein á Vísi í tilefni af niðurstöðum úr nýrri könnun félagsins á líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. “Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr […]

Sjá nánar
20. desember 2022
Starfsánægja einkennir orku- og veitugeirann

Niðurstöður úr nýrri könnun Kvenna í orkumálum (KÍO) um líðan starfsfólks og stöðu jafnréttismála í orku- og veitugeiranum voru kynntar þann 7. desember síðastliðinn á viðburði félagsins í Ægisgarði. Þetta er í þriðja sinn sem könnunin er gerð og hafa fyrri niðurstöður gefið mikilvæga innsýn inn í líðan og starfsumhverfi kvenna sem starfa innan orkumála. Könnun var framkvæmd af Prósent og styrkt af Orkusölunni og þökkum við þeim kærlega fyrir […]

Sjá nánar
29. nóvember 2022
Hvernig líður okkur? Niðurstöður, pallborð og jólabjór

Konur í orkumálum, í samstarfi við Orkusöluna, bjóða til samtals um jafnrétti í orku- og veitugeiranum í tilefni af niðurstöðum úr nýrri könnun félagsins um líðan starfsfólks í geiranum. Viðburðurinn er haldinn þann 7. desember nk. kl. 15:00 í Ægisgarði á Granda að Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík. Hér er hlekkur á viðburðinn á facebook. Dagskráin hefst kl. 15:00:– Hildur Harðardóttir stjórnarformaður KÍO opnar– Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kynnir niðurstöður könnunarinnar– […]

Sjá nánar
31. október 2022
Ný könnun á líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum

Á næstu dögum verður ný könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum send út. Könnunin er send á allt starfsfólk tólf stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Könnunin er liður í því að kanna stöðu jafnréttismála innan fyrirtækjanna og opna á samtal um framtíðarsýn öllum kynjum til hagsbóta. Konur í orkumálum hafa staðið fyrir tveimur könnunum um líðan kvenna í geiranum sem hafa gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á […]

Sjá nánar
crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram