>

15. nóvember 2024
Jólaglimmer KÍO á Vinnustofu Kjarvals 28. nóvember

Jólaglimmer KÍO verður haldið á Kjarval fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 17-19. 🎄🥂 Eigum notalega stund saman og eflum tengslin. Dagskrá frá 17-19, boðið verður upp á léttar veitingar frá Nomy, drykki, speed dating og hvatningu! Við hvetjum þær sem tök hafa á, til að vera áfram eftir að dagskrá lýkur, panta mat og drykki og njóta í góðum hópi orkukvenna. Við hlökkum til að sjá ykkur! ⚡️ Skráning hér […]

Sjá nánar
26. september 2024
FjölmiðlaBootCamp með Góðum samskiptum ⚡️ Skráning hefst á morgun, föstudaginn 27. september kl. 13.

Unnið verður með helstu áskoranir stjórnenda: Framkomu, miðlun upplýsinga, viðbrögð í krísum og tengslamyndun. Um er að ræða þjálfun í krefjandi aðstæðum m.a. fyrir framan myndavélar í myndveri RÚV. Horft verður á upptökur frá æfingum í lok dags í húsnæði Góðra samskipta. Deginum lýkur með sameiginlegum kvöldverði á veitingastað í miðborginni.  Takmarkað sætaframboð! Fyrstu 12 sem skrá sig fá sæti á námskeiðinu 9. október. Ef nægilegur fjöldi er fyrir annað námskeið […]

Sjá nánar
24. september 2024
Frábær opnunarfundur KÍO í boði Orkusölunnar – Takk fyrir okkur og glimrandi mætingu! ⚡️

Við hófum nýtt starfsár með krafti og fengum til okkar Lóu Báru Magnúsdóttur, markaðsstjóra Origo, og Sverrir Heiðar Davíðsson, sérfræðing í hagnýtingu gervigreindar. Viðburðurinn var í boði Orkusölunnar og heppnaðist einstaklega vel. Fundarefnið var ,,Tækifæri í AI byltingunni – Gervigreind og tengslamyndun.” Erindin voru ákaflega áhugaverð og gagnleg og líflegar umræður sköpuðust í framhaldinu og var áhuginn mikill. Við i stjórn KÍO erum ótrúlega ánægðar með þennan fyrsta viðburð og […]

Sjá nánar
11. september 2024
Gervigreind & tengslamyndun

Opnunarviðburður KÍO er í boði Orkusölunnar og verður þann 18. september í höfuðstöðvum Orkusölunnar Urðarhvarfi 8b. Viðburðurinn ber yfirskriftina ,,Mín tækifæri í AI byltingunni – Gervigreind og tengslamyndun.” Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo opnar fundinn á helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu IBM ,,Female Leadership in the age of AI.” Sverrir Heiðar Davíðsson, sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar leiðir okkur í gegnum helstu AI lausnir samtímans, þar á meðal bestu spjallmenni og “text-to-image” tólin sem […]

Sjá nánar
9. september 2024
Dagskrá haustsins 2024 ⚡️

Nýtt starfsár er hafið hjá KÍO, og með því hefst spennandi haust og fullt af áhugaverðum viðburðum framundan.

Sjá nánar
4. september 2024
Ný stjórn KÍO

Við í stjórn KÍO hlökkum mikið til komandi starfsárs. Við erum að leggja lokahönd á dagskrá haustsins, sem kynnt verður á næstu dögum, en hún er nú þegar orðin stútfull af fræðslu og frábærri skemmtun. Nýkjörnar stjórnarkonur: Selma Svavarsdóttir forstöðumaður hjá LandsvirkjunÁsa Björk Jónsdóttir leiðtogi hjá OrkuveitunniMarta Rós Karlsdóttir framkvæmdastýra Baseload Power á ÍslandiRauan Meirbekova verkefnastjóri hjá TæknisetriValdís Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá HS OrkuElísabet Ýr Sveinsdóttir framkvæmdastjóri hjá RARIKHeiða Halldórsdóttir framkvæmdastjóri […]

Sjá nánar
8. maí 2024
Könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum

Félagið Konur í orkumálum (KÍO) mælir nú í fjórða sinn líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Könnunin er send á allt starfsfólk stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Könnunin er líkt og áður framkvæmd af Prósent og er send á allt starfsfólk orku- og veitufyrirtækjanna. Opnað verður fyrir könnunina 8. maí og stendur hún yfir í tvær vikur. Niðurstöðurnar verða kynntar á viðburði KÍO í haust. Könnunin er liður í því […]

Sjá nánar
24. apríl 2024
Nýr formaður og stjórn KÍO 2024-2026

Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður stjórnar Kvenna í orkumálum (KÍO) á aðalfundi félagsins þann 22. apríl. Selma tekur við af Hildi Harðardóttur.  Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO: „Orku- og loftslagsmálin eru mál málanna núna. Það er ákaflega mikilvægt að efla hlut kvenna í orkugeiranum og tengslin þeirra á milli. Þótt margt hafi breyst til hins betra undanfarin ár er aðkallandi að grípa þau fjölmörgu tækifæri sem blasa […]

Sjá nánar
18. apríl 2024
Árshátíð KÍO 2024

Búbblur, blóm, dansupplifun og besti félagsskapurinn á árshátíð KÍO! Skráning fer vel af stað og stefnir í frábært kvöld. Takið þátt í gleðinni og tryggið ykkur miða hér: https://forms.gle/qHCLxdRcwos9g4Z46

Sjá nánar
8. apríl 2024
Spjall og skál með Samorku

Samorka býður félögum KÍO í heimsókn miðvikudaginn 10. apríl kl. 16.30.  Samorka kynnir starfsemi sína og fer yfir þau orku- og veitumál sem eru efst á baugi samtakanna og býður í líflegt spjall um þessi mál.  Þetta er gleðistund með faglegu ívafi og vonandi sjá sem flest tækifæri til að mæta! Skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar: https://forms.gle/WUkuNvPW4tupuChHA 

Sjá nánar
27. mars 2024
Hádegisfundur: Orkuveitan og jarðvá á Reykjanesskaga

KÍO býður félagsfólki sínu að hlusta á áhugaverð erindi starfsmanna Orkuveitunnar um jarðvá á Reykjanesskaga og orkumál.Boðið verður upp á hádegismat. Takmarkað pláss í boði, vinsamlegast skráðu þátttöku þína. Hvenær: 16. apríl kl. 11:30 – 13:00 Hvar: Gamla rafstöðin í Elliðaárstöð, Rafstöðvarvegur 6 Skráning: https://shorturl.at/aoAJ9 Dagskrá Rekstraröryggi ON og VeitnaSigrún TómasdóttirAuðlindaleiðtogi vatns-og fráveitu Er mögulegt að tengja saman kerfi Veitna og HS Veitna?Hrefna HallgrímsdóttirForstöðumaður hitaveitu Veitna Hvernig höfum við aðstoðað og hvað […]

Sjá nánar
8. mars 2024
Kynjahallinn í tækni og orku

Það er löngu þekkt að kynjajafnrétti er góður „business“ og fjölbreytt teymi eru líklegust til nýsköpunar og árangurs. Orku- og veitugeirinn sem og tæknigeirinn eru vaxandi atvinnugreinar og gegna veigamiklu hlutverki í sjálfbærri þróun samfélagsins. Það er því ávinningur okkar allra að þessir vinnustaðir fari ekki á mis við helming þess vinnuafls, krafta og þekkingar sem í landinu býr.  Konur í orkumálum, Vertonet samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni og […]

Sjá nánar
1 2 3 5
crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram