>

29. nóvember 2022
Hvernig líður okkur? Niðurstöður, pallborð og jólabjór

Konur í orkumálum, í samstarfi við Orkusöluna, bjóða til samtals um jafnrétti í orku- og veitugeiranum í tilefni af niðurstöðum úr nýrri könnun félagsins um líðan starfsfólks í geiranum. Viðburðurinn er haldinn kl. 15:00 í Ægisgarði á Granda að Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík. Dagskráin hefst kl. 15:00:- Trausti Haraldsson hjá Prósent kynnir niðurstöður könnunarinnar- Pallborðsumræður með forsvarsmönnum fyrirtækjanna í úrtakinu um hvernig geirinn getur orðið framúrskarandi í jafnréttismálum. Fundarstjóri verður […]

Sjá nánar
31. október 2022
Ný könnun á líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum

Á næstu dögum verður ný könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum send út. Könnunin er send á allt starfsfólk tólf stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Könnunin er liður í því að kanna stöðu jafnréttismála innan fyrirtækjanna og opna á samtal um framtíðarsýn öllum kynjum til hagsbóta. Konur í orkumálum hafa staðið fyrir tveimur könnunum um líðan kvenna í geiranum sem hafa gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á […]

Sjá nánar
15. október 2022
Vel sóttur fundur FUMÍ og KÍO um orku- og umhverfismál

Fullt var út úr dyrum á sameiginlegum fundi KÍO og FUMÍ á Hilton Reykjavík Nordica þann 14. október sem bar yfirskriftina Orkumál eru umhverfismál: Sameiginleg markmið, samtal og samvinna. Í upphafi fundar fluttu Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og Alma Stefánsdóttir starfsmaður Landsvirkjunar og félagi í Ungum umhverfissinnum stuttar framsögur til að ýta umræðunum úr vör en að því loknu hófst pallborð undir stjórn Aðalheiðar Snæbjarnardóttur, sjálfbærnistjóra Landsbankans. Líkt og titill […]

Sjá nánar
6. október 2022
Orkumál eru umhverfismál

Félag umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ) og Konur í orkumálum (KÍO) boða til hádegisfundarins Orkumál eru umhverfismál: Sameiginleg markmið, samtal og samvinna. Líkt og titillinn gefur til kynna er markmiðið að ræða um skörun málefna þessara tveggja félaga, orkumála og umhverfismála. Fjallað verður um þetta í stuttum erindum og pallborðsumræðum. Boðið verður upp á hádegishressingu kl. 11.30 og fundurinn hefst svo kl. 12. Til að koma í veg fyrir matarsóun og […]

Sjá nánar
22. september 2022
Jafnrétti á dagskrá 75 ára afmælismálþings RARIK

Hildur Harðardóttir, formaður KíO, sagði á afmælismálþingi RARIK á dögunum gríðarleg tækifæri felast í því fyrir fyrirtæki í orkugeiranum að leggja áherslu á fjölbreyttan starfshóp. RARIK efndi til afmælismálþinga á fjórum stöðum á landinu í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins undir yfirskriftinni Rafmagnið í lífi okkar – hreyfiafl landsbyggðar til framtíðar og var Hildur þar á meðal framsögufólk.Á málþingunum var fjallað um helstu áskoranir raforkukerfisins um þessar mundir, eins […]

Sjá nánar
20. ágúst 2022
Frábært upphaf á starfsárinu

Sumarganga Kvenna í orkumálum fór að þessu sinni fram á hinu undurfagra Hengilssvæði síðastliðinn fimmtudag. Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar og stjórnarkona KíO skipulagði gönguna og leiðsagði ásamt samstarfskonum hjá OR-samstæðunni. Gengið var að Bræðrabunu þar sem orkukonur gæddu sér á nestispakka og nutu góðrar samveru og náttúrufegurðar. Jarðsaga svæðisins er merkileg og því vel við hæfi að fá fróðleiksmola um svæðið frá Írisi Evu Einarsdóttur jarðfræðingi hjá OR. Veðrið var […]

Sjá nánar
17. júní 2022
Nordic Energy Equality Conference 2022

Þann 14. og 15. júní fór fram ráðstefna á vegum NEEN (Nordic Energy Equality Network) í Osló. Í kynningum og pallborðsumræðum var kafað ofan í kynjajafnvægi, fjölbreytileika og þátttöku í orkugeiranum á Norðrulöndunum. Á ráðstefnunni var rætt um mikilvægi jafnréttis og fjölbreytileika fyrir sjálfbær orkuskipti og það hvernig fjölbreytileiki leiðir af sér sköpunarkraft sem er svo mikilvægur þáttur í að leysa loftslagsvandann. En orkugeirinn er enn karlægur, konur eru einungis […]

Sjá nánar
9. maí 2022
Ný stjórn Kvenna í orkumálum

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Kvenna í orkumálum þann 5. maí sl. Hildur Harðardóttir, verkefnisstjóri á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður og tekur Hildur við af Hörpu Pétursdóttur, stofnanda félagsins og formanni frá árinu 2016. Lovísa Árnadóttir hjá Samorku og Svandís Hlín Karlsdóttir hjá Landsneti voru endurkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára. Sex nýjar stjórnarkonur taka sæti, þær Ásgerður K. Sigurðardóttir hjá Landsvirkjun, Birna […]

Sjá nánar
11. janúar 2022
Kveðja frá formanni á nýju ári

Gleðilegt nýtt ár kæra félagsfólk! Þá höfum við klárað annað ár þar sem við höfum þurft að aðlaga okkur að nýjum veruleika og gert það með stæl, að mínu mati. Við höfum haldið geiranum okkar gangandi án teljandi vandræða en við sinnum jú mikilvægu málefni og innviðum í þessu landi. Það fór ekki mikið fyrir viðburðum í eigin persónu á árinu, en starfsemin var hins vegar ávallt í gangi, stjórnin […]

Sjá nánar
31. desember 2021
Hlutfall kvenna í stöðum framkvæmdastjóra og stjórnarformanna hækkar

Hlutfall kvenkyns stjórnarformanna hefur farið úr 25% í 58% á aðeins fjórum árum í orkugeiranum á Íslandi. Þá hefur hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra hækkað um 10% á tveimur árum og er nú 46%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum sem var gefin út í dag. Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna íorkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti. Skýrslan, sem unnin er af EY,varpar […]

Sjá nánar
19. október 2021
KíO og WING bjóða til gleðskapar á WGC

WING og KíO bjóða til samhristings mánudagskvöldið 25. október í Gamla bíó! Á staðnum verður fjölbreyttur hópur fólks sem starfar í orkumálum og því er þetta kjörið tækifæri til að hittast, kynnast og spjalla. Hljómsveit hússins mun taka nokkur lög og gestum gefst einstakt tækifæri til að koma fram með hljómsveitinni! Á staðnum verða ýmis konar hljóðfæri en einnig er hægt að koma með eigið undirspil og syngja. Boðið verður […]

Sjá nánar
24. ágúst 2021
Kynjajafnrétti í orkugeiranum á Norðurlöndunum mjög ábótavant

16% prósent stjórnarformanna í orkugeiranum á Norðurlöndumeru konur og þær eru aðeins þriðjungur stjórnarmanna í heild sinni. Þá eru konurí minnihluta þeirra sem kenna orkutengd fög í háskólum. Þetta kemur fram ínýrri skýrslu um stöðu kvenna sem EY hefur unnið fyrir Nordic Energy EqualityNetwork að fyrirmynd Kvenna í orkumálum. Norðurlöndin státa almennt af góðum árangri íjafnréttismálum, en orkugeirinn virðist hafa setið eftir miðað við niðurstöðurskýrslunnar. Að meðaltali fylla konur 28% […]

Sjá nánar
crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram