8. maí 2024
Könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum

Félagið Konur í orkumálum (KÍO) mælir nú í fjórða sinn líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Könnunin er send á allt starfsfólk stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Könnunin er líkt og áður framkvæmd af Prósent og er send á allt starfsfólk orku- og veitufyrirtækjanna. Opnað verður fyrir könnunina 8. maí og stendur hún yfir í tvær vikur. Niðurstöðurnar verða kynntar á viðburði KÍO í haust. Könnunin er liður í því […]

Sjá nánar
24. apríl 2024
Nýr formaður og stjórn KÍO 2024-2026

Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður stjórnar Kvenna í orkumálum (KÍO) á aðalfundi félagsins þann 22. apríl. Selma tekur við af Hildi Harðardóttur.  Selma Svavarsdóttir, formaður stjórnar KÍO: „Orku- og loftslagsmálin eru mál málanna núna. Það er ákaflega mikilvægt að efla hlut kvenna í orkugeiranum og tengslin þeirra á milli. Þótt margt hafi breyst til hins betra undanfarin ár er aðkallandi að grípa þau fjölmörgu tækifæri sem blasa […]

Sjá nánar
18. apríl 2024
Árshátíð KÍO 2024

Búbblur, blóm, dansupplifun og besti félagsskapurinn á árshátíð KÍO! Skráning fer vel af stað og stefnir í frábært kvöld. Takið þátt í gleðinni og tryggið ykkur miða hér: https://forms.gle/qHCLxdRcwos9g4Z46

Sjá nánar
8. apríl 2024
Spjall og skál með Samorku

Samorka býður félögum KÍO í heimsókn miðvikudaginn 10. apríl kl. 16.30.  Samorka kynnir starfsemi sína og fer yfir þau orku- og veitumál sem eru efst á baugi samtakanna og býður í líflegt spjall um þessi mál.  Þetta er gleðistund með faglegu ívafi og vonandi sjá sem flest tækifæri til að mæta! Skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar: https://forms.gle/WUkuNvPW4tupuChHA 

Sjá nánar
27. mars 2024
Hádegisfundur: Orkuveitan og jarðvá á Reykjanesskaga

KÍO býður félagsfólki sínu að hlusta á áhugaverð erindi starfsmanna Orkuveitunnar um jarðvá á Reykjanesskaga og orkumál.Boðið verður upp á hádegismat. Takmarkað pláss í boði, vinsamlegast skráðu þátttöku þína. Hvenær: 16. apríl kl. 11:30 – 13:00 Hvar: Gamla rafstöðin í Elliðaárstöð, Rafstöðvarvegur 6 Skráning: https://shorturl.at/aoAJ9 Dagskrá Rekstraröryggi ON og VeitnaSigrún TómasdóttirAuðlindaleiðtogi vatns-og fráveitu Er mögulegt að tengja saman kerfi Veitna og HS Veitna?Hrefna HallgrímsdóttirForstöðumaður hitaveitu Veitna Hvernig höfum við aðstoðað og hvað […]

Sjá nánar
8. mars 2024
Kynjahallinn í tækni og orku

Það er löngu þekkt að kynjajafnrétti er góður „business“ og fjölbreytt teymi eru líklegust til nýsköpunar og árangurs. Orku- og veitugeirinn sem og tæknigeirinn eru vaxandi atvinnugreinar og gegna veigamiklu hlutverki í sjálfbærri þróun samfélagsins. Það er því ávinningur okkar allra að þessir vinnustaðir fari ekki á mis við helming þess vinnuafls, krafta og þekkingar sem í landinu býr.  Konur í orkumálum, Vertonet samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni og […]

Sjá nánar
21. febrúar 2024
25% dagurinn

Við leiðréttum skekkjuna í tímatali okkar með hlaupársdeginum 29. febrúar fjórða hvert ár. Hlaupár samsvarar hlutfalli kvenna í atvinnugreinum tækni og orku en konur eru einungis um 25% af starfsfólki geiranna hér á landi. En hvernig leiðréttum við þá skekkju? Konur í orkumálum, Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni, og Arion banki bjóða til samtals með reynslumiklum stjórnendum og sérfræðingum um hvaða áskorunum þessir karllægu geirar standa frammi fyrir […]

Sjá nánar
26. janúar 2024
Velheppnað nýársþing

Vel heppnað nýársþing KÍO undir heitinu Trúnó á nýju ári var haldið í samstarfi við Veitur á Á Bístró í Elliðaárstöð. Fundurinn var einlægur og opinskár þar sem m.a. var rætt hvernig hægt er að hreyfa við óskrifuðum venjum og viðhorfum og með hvaða hætti hægt sé að virkja tengslanetið til árangurs. Heiðursgestur fundarins var Elíza Reid rithöfundur, frumkvöðull og forsetafrú. Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri Rarik, Svandís Hlín Karlsdóttir […]

Sjá nánar
12. janúar 2024
Trúnó á nýju ári – nýársþing KÍO 2024

Félagar KÍO eru hjartanlega velkomin á Trúnó á nýju ári þriðjudaginn 23. janúar kl. 16:00-18:00 á Á Bístró í Elliðaárstöð. Okkar magnaða forsetafrú Eliza Reid ætlar að blása okkur byr í brjóst. Þá ætlum við að ræða hvernig við getum hreyft við óskrifuðum venjum og viðhorfum og staðið saman og virkjað tengslanetið okkar til árangurs. Fordrykkur og biti verður í boði Veitna.  Vinsamlega skráðu þátttöku þína þar sem sætafjöldi er […]

Sjá nánar
26. október 2023
Samstöðukaffi KÍO á Kvennaverkfallsdaginn

Kvennaverkfallsdagurinn 24. október er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði. Að því tilefni bauð KÍO til samstöðukaffis á Á Bistró í Elliðaárstöð. Félagsfólki var boðið upp á kaffi og croissat í boði Orkuveitunnar. Það var frábær mæting, gleði og hugur í fólki sem hélt svo saman á útifundinn við Arnarhól.

Sjá nánar
27. september 2023
Staða kvenna í orku- og veitugeiranum 2023

Í dag gefum við, Konur í orkumálum, út fjórðu skýrsluna um áhrifa- og ákvörðunarvald kvenna í 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum á Íslandi. Skýrslan er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017. Í hverri skýrslu er valið eitthvað ákveðið málefni til þess að skoða enn frekar og í ár völdum við að skoða hver tækifærin hafa verið til þess að jafna kynjahlutfallið […]

Sjá nánar
1. september 2023
Sumarganga KÍO 2023

Sumarganga Kvenna í orkumálum var í boði Landsvirkjunar í ár og fór fram í fallegu nágrenni við nokkrar af vatnsaflsstöðvum fyrirtækisins í Soginu þann 29. ágúst í blíðskaparveðri. Góður hópur lagði af stað frá Norðlingaholti með rútu í Sogið þar sem fyrsta stopp var orkusýningin í Ljósafossi og leiðsögn niður í Írafossstöð með Guðmundi Finnbogasyni verkefnastjóri á sviði samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Uppfull af fróðleik hélt hópurinn því næst […]

Sjá nánar
crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram