>

28. mars 2023
Árshátíð KÍO 21. apríl

Árshátíð Kvenna í orkumálum verður haldin með pomp og prakt þann 21. apríl á Sæta svíninu!Hvar: Sæta svínið Gastropub, Hafnarstræti 1-3, ReykjavíkHvenær: Fordrykkur hefst kl. 18:30 og 3 rétta hátíðarkvöldverður kl. 19:30. Hvað: Á dagskránni er uppistand með engri annarri en Vigdísi Hafliðadóttur leikkonu og söngkonu hljómsveitarinnar FLOTT! Einnig skemmti-pöbbkviss og karíókí fyrir söngþyrsta! Hver: Allt félagsfólk Kvenna í orkumálum er velkomið.Skráning og matur: Sætafjöldi er takmarkaður, fyrst koma, fyrst fá! Hér skráir þú þátttöku þína […]

Sjá nánar
6. febrúar 2023
Húsfyllir og stemming á viðburði KÍO, Grænvangs og Íslandsstofu

Á föstudaginn síðastliðinn buðu Konur í orkumálum í samstarfi við Grænvang og Íslandsstofu til viðburðar í höfuðstöðvum Íslandsstofu í Grósku hugmyndahúsi. Mæting var afar góð þrátt fyrir gula veðurviðvörun og góð stemming á meðal gesta. Örkynningar á fjórum sprotafyrirtækjum sem leidd eru af kvenfrumkvöðlum og félagskonum KÍO vöktu mikla lukku og áhuga gesta enda einstaklega spennandi nýsköpunarfélög sem eru að leggja sitt af mörkum til orkuskipta og sjálfbærrar þróunar. KÍO […]

Sjá nánar
31. janúar 2023
Gróska í geiranum - gleðistund og örkynningar

Konur í orkumálum, Íslandsstofa og Grænvangur bjóða í gleðistund með veitingum í fljótandi og föstu formi og örkynningar á spennandi sprotafyrirtækjum leidd af kvenfrumkvöðlum í íslenska orkugeiranum. OPINN VIÐBURÐUR FYRIR ÁHUGAFÓLK JAFNT SEM MEÐLIMI KÍO - HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR! Föstudagur 3. febrúar kl. 16:00Gróska, 4. hæð, Bjargargata 1, 102Vinsamlegast skráið þátttöku til að sporna gegn matarsóun: https://forms.gle/fXQVYAo2KEGFPWj48 ÖRKYNNINGAR María Kristín Þrastardóttir - SideWind: Fyrirtækið stefnir að framleiðsluvindtúrbína sem […]

Sjá nánar
3. janúar 2023
Hvernig líður fólki í orkugeiranum?

Rétt fyrir jól birti Hildur Harðardóttir stjórnarformaður KÍO skoðanagrein á Vísi í tilefni af niðurstöðum úr nýrri könnun félagsins á líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. "Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr […]

Sjá nánar
20. desember 2022
Starfsánægja einkennir orku- og veitugeirann

Niðurstöður úr nýrri könnun Kvenna í orkumálum (KÍO) um líðan starfsfólks og stöðu jafnréttismála í orku- og veitugeiranum voru kynntar þann 7. desember síðastliðinn á viðburði félagsins í Ægisgarði. Þetta er í þriðja sinn sem könnunin er gerð og hafa fyrri niðurstöður gefið mikilvæga innsýn inn í líðan og starfsumhverfi kvenna sem starfa innan orkumála. Könnun var framkvæmd af Prósent og styrkt af Orkusölunni og þökkum við þeim kærlega fyrir […]

Sjá nánar
29. nóvember 2022
Hvernig líður okkur? Niðurstöður, pallborð og jólabjór

Konur í orkumálum, í samstarfi við Orkusöluna, bjóða til samtals um jafnrétti í orku- og veitugeiranum í tilefni af niðurstöðum úr nýrri könnun félagsins um líðan starfsfólks í geiranum. Viðburðurinn er haldinn þann 7. desember nk. kl. 15:00 í Ægisgarði á Granda að Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík. Hér er hlekkur á viðburðinn á facebook. Dagskráin hefst kl. 15:00:- Hildur Harðardóttir stjórnarformaður KÍO opnar- Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kynnir niðurstöður könnunarinnar- […]

Sjá nánar
31. október 2022
Ný könnun á líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum

Á næstu dögum verður ný könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum send út. Könnunin er send á allt starfsfólk tólf stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Könnunin er liður í því að kanna stöðu jafnréttismála innan fyrirtækjanna og opna á samtal um framtíðarsýn öllum kynjum til hagsbóta. Konur í orkumálum hafa staðið fyrir tveimur könnunum um líðan kvenna í geiranum sem hafa gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á […]

Sjá nánar
15. október 2022
Vel sóttur fundur FUMÍ og KÍO um orku- og umhverfismál

Fullt var út úr dyrum á sameiginlegum fundi KÍO og FUMÍ á Hilton Reykjavík Nordica þann 14. október sem bar yfirskriftina Orkumál eru umhverfismál: Sameiginleg markmið, samtal og samvinna. Í upphafi fundar fluttu Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og Alma Stefánsdóttir starfsmaður Landsvirkjunar og félagi í Ungum umhverfissinnum stuttar framsögur til að ýta umræðunum úr vör en að því loknu hófst pallborð undir stjórn Aðalheiðar Snæbjarnardóttur, sjálfbærnistjóra Landsbankans. Líkt og titill […]

Sjá nánar
6. október 2022
Orkumál eru umhverfismál

Félag umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ) og Konur í orkumálum (KÍO) boða til hádegisfundarins Orkumál eru umhverfismál: Sameiginleg markmið, samtal og samvinna. Líkt og titillinn gefur til kynna er markmiðið að ræða um skörun málefna þessara tveggja félaga, orkumála og umhverfismála. Fjallað verður um þetta í stuttum erindum og pallborðsumræðum. Boðið verður upp á hádegishressingu kl. 11.30 og fundurinn hefst svo kl. 12. Til að koma í veg fyrir matarsóun og […]

Sjá nánar
22. september 2022
Jafnrétti á dagskrá 75 ára afmælismálþings RARIK

Hildur Harðardóttir, formaður KíO, sagði á afmælismálþingi RARIK á dögunum gríðarleg tækifæri felast í því fyrir fyrirtæki í orkugeiranum að leggja áherslu á fjölbreyttan starfshóp. RARIK efndi til afmælismálþinga á fjórum stöðum á landinu í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins undir yfirskriftinni Rafmagnið í lífi okkar – hreyfiafl landsbyggðar til framtíðar og var Hildur þar á meðal framsögufólk.Á málþingunum var fjallað um helstu áskoranir raforkukerfisins um þessar mundir, eins […]

Sjá nánar
20. ágúst 2022
Frábært upphaf á starfsárinu

Sumarganga Kvenna í orkumálum fór að þessu sinni fram á hinu undurfagra Hengilssvæði síðastliðinn fimmtudag. Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar og stjórnarkona KíO skipulagði gönguna og leiðsagði ásamt samstarfskonum hjá OR-samstæðunni. Gengið var að Bræðrabunu þar sem orkukonur gæddu sér á nestispakka og nutu góðrar samveru og náttúrufegurðar. Jarðsaga svæðisins er merkileg og því vel við hæfi að fá fróðleiksmola um svæðið frá Írisi Evu Einarsdóttur jarðfræðingi hjá OR. Veðrið var […]

Sjá nánar
17. júní 2022
Nordic Energy Equality Conference 2022

Þann 14. og 15. júní fór fram ráðstefna á vegum NEEN (Nordic Energy Equality Network) í Osló. Í kynningum og pallborðsumræðum var kafað ofan í kynjajafnvægi, fjölbreytileika og þátttöku í orkugeiranum á Norðrulöndunum. Á ráðstefnunni var rætt um mikilvægi jafnréttis og fjölbreytileika fyrir sjálfbær orkuskipti og það hvernig fjölbreytileiki leiðir af sér sköpunarkraft sem er svo mikilvægur þáttur í að leysa loftslagsvandann. En orkugeirinn er enn karlægur, konur eru einungis […]

Sjá nánar
crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram