Veturinn 2018-2019 stóðu Konur í orkumálum fyrir útgáfu jafnréttisstimpils fyrir viðburði sem uppfylla fyrirfram skilgreind viðmið um kynjahlutfall hvað varðar framsögu á viðburðum.
Viðburðir sem koma til skoðunar geta verið opnir fundir, vinnustofur og ráðstefnur fyrirtækja og samtaka. Viðburðir sem ná að uppfylla kynjahlutfall hvað varðar framsögu á fundinum (að meðtöldum fundarstjóra) upp á að minsta kosti 40/60% fá stimpil félagsins.
Viðburðir með þremur framsögumönnum eða færri geta því ekki fengið stimpilinn. Stjórn KÍO mun upplýsa um þá viðburði sem ná uppgefnu viðmiði og gefa út „Viðburður í jafnvægi“. Viðburðarhaldarar geta sjálfir notað Jafnvægisstimpil KÍO og merkið sem honum fylgir, sínum viðburði til framdráttar. Með þessu verkefni viljum við hvetja viðburðahaldara sérstaklega til þess að huga að þessu jafnvægi kynjanna í skipulagningu viðburða og umbuna þeim sem ná viðmiðinu.
Stjórn Kvenna í orkumálum mun halda utan um lista yfir þá viðburði sem ná viðmiðinu og birta hann á samfélagsmiðlum.
konuriorkumalum@gmail.com eða í skilaboðum til okkar á facebook síðu félagsins