Aðalfundur og árshátíð Kvenna í orkumálum árið 2018 fóru fram þann 31. maí sl. á Bryggjunni Brugghúsi. Aðalfundur var með hefðbundnu sniði þar sem formaður fór yfir starfsemi ársins og lagði fram skýrslu stjórnar til samþykktar. Gjaldkeri lagði einnig fram reikninga félagsins til samþykktar. Engar breytingar á samþykktum voru lagðar til og var það tillaga stjórnar að leggja ekki á félagsgjöld að þessu sinni.
Árshátíð KíO var haldin í kjölfarið og heppnaðist hún frábærlega. Um 80 manns voru saman komin til að fagna góðu starfsári. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði nokkur orð í frábærum fordrykk í boði bankans og sjálf “hvítvínskonan” mætti og grínaði í gestunum. Yfir glæsilegum þriggja rétta kvöldverði kenndi veislustjóri kvöldsins, Logi Bergmann, okkur svo að hrekkja vinnufélagana en einnig fengu nokkrar heppnar konur frábæra happdrættisvinninga.
Stjórnin var að vonum ánægð með vel heppnaðan aðalfund og árshátíð og góða mætingu.