Framundan eru fullt af spennandi viðburðum sem gefa okkur tækifæri til að kynnast betur og efla tengslanetið 🚀
Við hófum árið af krafti hjá HS Orku, þar sem öflugar konur úr fyrirtækinu deildu með okkur dýrmætri reynslu sinni af því að starfa í framlínu á krefjandi tímum. Heiðursgestur viðburðarins var forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og áttum við einlægt og fallegt spjall við hana.
Næsti viðburður verður í boði Landsvirkjunar, þar sem Steinar Þór Ólafsson mun fræða okkur um LinkedIn – hvernig við getum aukið sýnileika okkar á miðlinum og byggt upp sterka og faglega ímynd. Steinar mun einnig fara yfir vel heppnaðar LinkedIn-síður og færslur, greina hvað skilar árangri og kenna okkur hvernig við getum aðlagað þessar aðferðir að okkar eigin markmiðum.
Stjórn KÍÓ hefur í hyggju að halda stjórnmálaviðburð í vor. Þar sem ekki er unnt að fastsetja dagsetningu að svo stöddu, munum við kynna nánari upplýsingar síðar.
Við viljum sérstaklega vekja athygli á KÍÓ deginum þann 3. apríl – takið daginn frá! Meira um það síðar 🎉