FjölmiðlaBootCamp með Góðum samskiptum ⚡️ Skráning hefst á morgun, föstudaginn 27. september kl. 13.

Dagsetning viðburðar:

Föstudagur 27. september 2024

Unnið verður með helstu áskoranir stjórnenda: Framkomu, miðlun upplýsinga, viðbrögð í krísum og tengslamyndun. Um er að ræða þjálfun í krefjandi aðstæðum m.a. fyrir framan myndavélar í myndveri RÚV. Horft verður á upptökur frá æfingum í lok dags í húsnæði Góðra samskipta. Deginum lýkur með sameiginlegum kvöldverði á veitingastað í miðborginni. 

Takmarkað sætaframboð! Fyrstu 12 sem skrá sig fá sæti á námskeiðinu 9. október. Ef nægilegur fjöldi er fyrir annað námskeið þá er næstu konum boðið í þeirri röð sem skráningar berast. 

Tímasetning: 9. október – allur dagurinn og fram á kvöld því hópurinn fer saman út að borða í lok dags.

Fyrir hverjar: Námskeiðið er fyrir allar KÍO konur sem vilja efla sig í ofangreindi færni.  

Verð: 125.000 kr. KÍO mun innheimta námskeiðsgjöld og gefa út kvittanir sem hægt er að nýta t.d. til að sækja um styrk hjá stéttarfélögum. Í skráningarforminu merkið þið hvort reikningurinn á að fara á ykkur eða fyrirtæki. Athugið að skráning er bindandi.

Skráning hefst föstudaginn 27. september kl. 13

Ertu með spurningar? Sendu okkur línu á konuriorkumalum@gmail.com

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram