Fundargerðir 2025

Fundargerð 85. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 7. janúar 2025

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Valdís Guðmundsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Marta Rós Karlsdóttir. Ásgerður Sigurðardóttir, Heiða Halldórsdóttir og Rauan Meirbekova og boða forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Lögheimili KÍO: Það þarf að færa lögheimilið, samþykkt að færa það í Giljaland 19.
  • Bakhjarlasamningur: Elísabet endurskoðar samninginn með áherslu á að starfsemi og viðburðir félagsins nýtist öllum bakhjörlum.
  • Könnun á kynjahlutföllum: Samþykkt að lengja tímabil á milli kannana úr tveimur árum í fjögur. Áhersla á úrbótarverkefni til að taka á þeim niðurstöðum sem koma fram hverju sinni. Skoðum samvinnu við mannauðshóp Samorku
  • Fjármál: Farið yfir kostnaðarliði félagsins, rætt um mikilvægi þess að tryggja stöðugan fjárhag til að standa straum af kostnaði við kannanir án þess að ársgjöld bakhjarla sveiflist til eftir framkvæmd þeirra. Ákveðið að jafna árgjald bakhjarla og byggja upp sjóð til að fjármagna kostnað við kannanir.
  • Dagskrá vors: Dagsetningar staðfestar og drög að útfærslu viðburða komin
  • Önnur mál: KíO var beðið um að kynna félagið og starfsemi þess fyrir Equal Energy North, samnorræn samstarfsnefnd um jafnrétti og orkumál. Silja og Selma kynna.

Fundargerð 86. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 21. janúar 2025

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir, Valdís Guðmundsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Heiða Halldórsdóttir og Rauan Meirbekova. Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir og Ásgerður Sigurðardóttir boða forföll.

Fundarritari: Ása Björk Jónsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Árshátíðin og KÍO dagurinn: Staðfesting á ráðstefnudegi 3. apríl. Hugmyndir að dagskrá og fyrirlesurum.
  • Dagskrá vors: Dagskráin fer í seinna lagi út en verður tilbúin fyrir HS Orku viðburðinn.
  • HS Orka viðburður: Farið yfir skipulag og það sem útaf stendur.
  • Staða kynningar á líðankönnun: Hönnuður upptekinn, von á efni í vikunni.

Fundargerð 87. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 5. febrúar 2025

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Heiða Halldórsdóttir og Rauan Meirbekova. Valdís Guðmundsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir og Ásgerður Sigurðardóttir boða forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Dagskrá vors: Staðfest og skipting í vinnuhópa eftir viðburðum.
  • Viðburðir framundan: LinkedIn námskeið, KÍO dagurinn, nýsköpun, sumarhittingur.
  • Grafísk verkefni: Unnið að „high level“ dagskrá í samráði við hönnuð.
  • Næstu fundir: Ekki verða gerðar fundargerðir fyrir óformlega vinnufundi í aðdraganda KÍO dagins.

Fundargerð 89. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 5. maí 2025

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Heiða Halldórsdóttir og Rauan Meirbekova. Valdís Guðmundsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir og Ásgerður Sigurðardóttir boða forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Nýsköpunarevent: 46 konur skráðar, ætlunin að ná 60. Farið yfir síðustu atriði í skipulagningu.
  • Sumarhittingur: Skipulag hjá HS Veitum í vinnslu, tillaga frá Sigrúnu væntanleg.
  • Aðalfundur: Undirbúningur hafinn. Glærur, kynningar, ársreikningar og könnun til félagskvenna í vinnslu. Síðasti séns að auglýsa fundinn 22. maí

Fundargerð 90. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 14. maí 2025

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Heiða Halldórsdóttir, Rauan Meirbekova og Valdís Guðmundsdóttir. Ása Björk Jónsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir og Ásgerður Sigurðardóttir boða forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Undirbúningur aðalfundar: Farið yfir stöðu verkefna sem þarf að ljúka fyrir aðalfund, kynningarefni og dagskrá.
  • Alþjóðasamstarf: Rætt um þátttöku í Women in Geothermal (WING), þarf að skoða betur hvað felst í þessu.
  • Viðhorfskönnun um starf KÍO: Könnun verður send á félagsfólk í lok maí. Markmiðið er að fá athugasemdir varðandi hvað var vel gert, hvað þarf að bæta og hvað fólk vilji sjá á næsta starfsári.
  • Skipulagning næsta starfsárs: Vinnufundur festur 19. júní

crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram