Fundargerðir 2024

Fundargerð 75. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 24. janúar 2024

Mættar eru: Hildur Harðardóttir , Dagný Ósk Ragnarsdóttir, Birna Bragadóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Lovísa Árnadóttir, Amel Barich og Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir (hluta úr fundi) 

Fundarritari: Ásgerður K Sigurðardóttir

Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.

  • Samkeppnislög: Texti aðlagaður starfsemi félagsins, birta á heimasíðu KÍO.
  • Nýársþingið: Vel heppnað, niðurstöður sendar til félaga.
  • Hádegisfundur “Konur fjárfesta”: Hjá Arion banka 16. febrúar.
  • 25% dagurinn: Viðburður um kynjahlutföll í geiranum hjá Arion banka 29. febrúar.
  • Góugleði með Samorku: Haldin 8. mars.
  • Könnun um líðan: Yfirfara spurningar frá síðustu könnun og fá verðtilboð frá Prósent.
  • Aðalfundur og árshátíð: Hafist handa við skipulag aðalfundar og árshátíðar.

Fundargerð 76. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 28. febrúar 2024

Mættar eru: Hildur Harðardóttir, Birna Bragadóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Lovísa Árnadóttir, Amel Barich og Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir. Dagný Ósk Ragnarsdóttir og Amer Barich boðuðu forföll.

Fundarritari: Ásgerður K Sigurðardóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Samstarf með FKA Suðurnes og WIRE (Women in Renewable Energy): Ekki tök á þátttöku vegna dagskrárþunga vorsins.
  • 25% dagurinn – Viðburður í samstarfi við Vertonet og Arion banka: Haldið þann 29. febrúar.
  • Ákveðið að halda aðalfundinn rafrænann, árshátíð í vinnslu.

Fundargerð 77. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 3. apríl 2024

Mættar eru: Hildur Harðardóttir , Dagný Ósk Ragnarsdóttir, Birna Bragadóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Lovísa Árnadóttir, Amel Barich, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir og Ásdís Benediktsdóttir.

Fundarritari: Dagný Ósk Ragnarsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Aðalfundur: mánudaginn 22. apríl klukkan 14 á Teams.
  • Árshátíð: fordrykkur á Telebar klukkan 18, skemmtun Parliament

Fundargerð 78. fundar Kvenna í orkumálum – Aðalfundur 22. apríl 2024

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara: Birna Bragadóttir kosin fundarstjóri, Dagný Ósk Ragnarsdóttir kosin fundarritari.
  • Skýrsla stjórnar lögð fram.
  • Reikningar samþykktir.
  • Ákvörðun félagsgjalds: Félagsgjald áfram 0 kr.
  • Kosning stjórnarformanns og meðstjórnenda:
    • Stjórnarformaður: Selma Svavarsdóttir
    • Meðstjórnendur: Ása Björk Jónsdóttir, Ásgerður Sigurðardóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, Rauan Meirbekova, Valdís Guðmundsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir
    • Varamenn: Helga Kristín Jóhannsdóttir, Heiða Halldórsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir

Fundargerð 79. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 27. ágúst 2024

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Rauan Meirbekova, Valdís Guðmundsdóttir, Heiða Halldórsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir og Ásgerður Sigurðardóttir. Ása Björk Jónsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Helga Kristín Jóhannsdóttir boða forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Markmið nýrrar stjórnar: Rýndum hugmyndavinnu félagskvenna úr trúnóviðburði fyrri stjórnar.
  • Notuðum niðurstöður til að setja leiðarljós stjórnarinnar:
    • Að tengja og lyfta upp konum í orkugeiranum og auka sýnileika geirans.
  • Sýnileikinn er mikilvægur: Til að auka nýliðun í geiranum þarf að vekja athygli á því hvað hann er spennandi. Þurfum að tala meira útávið og fanga þannig athygli kvenna og kvára sem ekki eru í geiranum í dag.
  • Líðan Kvenna í Orkumálum: Hvernig kynna á niðurstöður og næstu skref
  • Skipulag vinnu: Google Drive – Yfirlit verkefna stjórnar
  • Tíðni stjórnarfunda: Formlegir stjórnarfundir verða haldnir einu sinni í mánuði, annarri viku hvers mánaðar ásamt vinnufundum þess a milli eftir þörfum.
  • Uppkast að dagskrá
    • AI námskeið
    • Fjölmiðlanámskeið – aukum sýnileika kvenna
    • Konur Fjárfestum – framhald
    • Jólaviðburður

Fundargerð 80. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum– 25. september 2024

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Rauan Meirbekova, Valdís Guðmundsdóttir, Heiða Halldórsdóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir og Ásgerður Sigurðardóttir. Ása Björk Jónsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Helga Kristín Jóhannsdóttir boða forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Boot camp í fjölmiðlaþjálfun: Staða og næstu skref
  • Rætt um nýliðinn viðburð um gervigreind: Hvað heppnaðist vel, hvað lærðum við
  • Hvað með þau sem eru ekki á höfuðborgarsvæðinu: Viljum senda viðburði út á netinu fyrir þau sem komast ekki.

Fundargerð 81. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 15. október 2024

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Rauan Meirbekova, Valdís Guðmundsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir og Ásgerður Sigurðardóttir. Marta Rós Karlsdóttir og Heiða Halldórsdóttir boða forföll.

Fundarritari: Ása Björk Jónsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Kvennaár 2025: Komumst að því hvað það þýðir að taka þátt í þessu
  • Líðan kvenna í orkugeiranum og niðurstöður: Mikil vinna að ná utan um niðurstöður
  • Tækifæri eftir fjölmiðlanámskeið: Skoðað hvort eigi mögulega að bjóða talsfólki úr stjórnmálaflokkum í einlægt og uppbyggilegt samtal um orkumál? Lokaður fundur sem væri fyrsta skref í að opna samtal á milli hagsmunahóps KíO og stjórnmálafólks um bjarta framtíð orkumála á Íslandi. Talar upp í að auka sýnileika félagskvenna. Ákvörðun ekki tekin, skoðum betur hvað það þýðir.

Fundargerð 82. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 29. október 2024

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Valdís Guðmundsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Heiða Halldórsdóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir og Ásgerður Sigurðardóttir. Rauan Meirbekova boðar forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Fjármál félagsins: Rætt um lærdóm af ferlinu við skráningu í stjórn og prókúru fyrir næsta “handover” tímabil eldri og nýrrar stjórnar.
  • Líðan könnun Uppfærum niðurstöður frá því í fyrra. Niðurstöður verða kynntar á samfélagsmiðlum.
  • Fjármálafræðslu event í nóvember: Skipulag rætt og hvort mögulegt sé að hafa sem fjarfund.
  • Dagskrá vorannar: Farið yfir hugmyndir og skipulag
  • Glimmer event í nóvember: Dagskrá, skipulag, ákveða hóp sem tekur viðburð að sér
  • Fundur með forsvarskonum stjórnmálaflokka: Tillaga um að halda lokaðan fund sem fyrsta lið í að opna á frekara samtal milli kvenna í orkumálum og kvenna í stjórnmálum. Tillagan samþykkt og fundur skipulagður 13. nóvember.
    Ákveðið að bjóða öllum flokkum í framboði, stjórn KÍO ásamt 1 til 2 fulltrúum bakhjarla til samræmis við stærð og samsetningu fyrirtækjanna/samstæðanna.
    Tilgangur fundar er:
    • Að eiga einlægt samtal um orkumál með áherslu á að skapa umhverfi þar sem hægt er að spyrja opinna spurninga, í báðar áttir, varðandi orkumál.
    • Að kynna KÍO fyrir stjórnmálakonum og vekja athygli á þeim stóra hópi (500) félagskvenna.
    • Að opna á frekara samtal milli kvenna í báðum hópum m.a. á opnum fundi í vordagskrá.
  • Myndir og kynning á stjórn: Klárum að koma myndum af öllum á vefinn með texta
  • Form funda: Fjar/stað, enska/íslenska, Vinnuborð KÍO – aðrir möguleikar?

Fundargerð 83. fundar stjórnar Kvenna í orkumálum – 18. nóvember 2024

Mætta eru: Selma Svavarsdóttir, Ása Björk Jónsdóttir, Marta Rós Karlsdóttir, Elísabet Ýr Sveinsdóttir, Heiða Halldórsdóttir, Helga Kristín Jóhannsdóttir, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir og Ásgerður Sigurðardóttir. Rauan Meirbekova og Valdís Guðmundsdóttir boða forföll.

Fundarritari: Marta Rós Karlsdóttir

  • Fundargerð til samþykktar – fundargerð samþykkt.
  • Staða fjármála og fjármögnun (bakhjarlar): Þegar tekjur félagsins liggja fyrir er hægt að
    klára dagskrá vorannar og mögulega árshátíð
  • Staðan á jólaglimmer: Senda auglýsingu á félagskonur, fyrirlesari ekki 100% staðfestur.
  • Ráðstefna KíO: Árshátíð og fræðsla
  • Samtal KíO og forsvarskvenna stjórnmálaflokka: Umræða um hvernig halda eigi áfram samtalinu við stjórnmálakonur með aðkomu allra KÍO kvenna. Mun fara inn í dagskrá vorsins annað hvort sem hluti af dagskrá ráðstefnu eða sem einstakur viðburður.
    Umræða um hvernig hægt er að nýta ábendingar úr samtalinu til þess að auka skýrleika á upplýsingum um orkumál. Hugmynd að setja inn staðreyndir um orkumál inn á samfélagsmiðla KíO, eða deila efni sem aðrir eru að setja inn (orkufyrirtæki, veitufyrirtæki, Samorka).
  • Staða könnunar um líðan kvenna í orkumálum: Niðurstöður tilbúnar, þarf að draga saman helstu niðurstöður og yfirfara útlit.

crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram