Jólaglimmer KÍO verður haldið á Kjarval fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 17-19. 🎄🥂
Eigum notalega stund saman og eflum tengslin. Dagskrá frá 17-19, boðið verður upp á léttar veitingar frá Nomy, drykki, speed dating og hvatningu!
Við hvetjum þær sem tök hafa á, til að vera áfram eftir að dagskrá lýkur, panta mat og drykki og njóta í góðum hópi orkukvenna.
Við hlökkum til að sjá ykkur! ⚡️
Unnið verður með helstu áskoranir stjórnenda: Framkomu, miðlun upplýsinga, viðbrögð í krísum og tengslamyndun. Um er að ræða þjálfun í krefjandi aðstæðum m.a. fyrir framan myndavélar í myndveri RÚV. Horft verður á upptökur frá æfingum í lok dags í húsnæði Góðra samskipta. Deginum lýkur með sameiginlegum kvöldverði á veitingastað í miðborginni.
Takmarkað sætaframboð! Fyrstu 12 sem skrá sig fá sæti á námskeiðinu 9. október. Ef nægilegur fjöldi er fyrir annað námskeið þá er næstu konum boðið í þeirri röð sem skráningar berast.
Tímasetning: 9. október – allur dagurinn og fram á kvöld því hópurinn fer saman út að borða í lok dags.
Fyrir hverjar: Námskeiðið er fyrir allar KÍO konur sem vilja efla sig í ofangreindi færni.
Verð: 125.000 kr. KÍO mun innheimta námskeiðsgjöld og gefa út kvittanir sem hægt er að nýta t.d. til að sækja um styrk hjá stéttarfélögum. Í skráningarforminu merkið þið hvort reikningurinn á að fara á ykkur eða fyrirtæki. Athugið að skráning er bindandi.
Skráning hefst föstudaginn 27. september kl. 13
Ertu með spurningar? Sendu okkur línu á konuriorkumalum@gmail.com
Við hófum nýtt starfsár með krafti og fengum til okkar Lóu Báru Magnúsdóttur, markaðsstjóra Origo, og Sverrir Heiðar Davíðsson, sérfræðing í hagnýtingu gervigreindar. Viðburðurinn var í boði Orkusölunnar og heppnaðist einstaklega vel.
Fundarefnið var ,,Tækifæri í AI byltingunni – Gervigreind og tengslamyndun.” Erindin voru ákaflega áhugaverð og gagnleg og líflegar umræður sköpuðust í framhaldinu og var áhuginn mikill.
Við i stjórn KÍO erum ótrúlega ánægðar með þennan fyrsta viðburð og hlökkum til framhaldsins með ykkur.
Leyfum myndunum að tala sínu máli.
Opnunarviðburður KÍO er í boði Orkusölunnar og verður þann 18. september í höfuðstöðvum Orkusölunnar Urðarhvarfi 8b.
Viðburðurinn ber yfirskriftina ,,Mín tækifæri í AI byltingunni – Gervigreind og tengslamyndun.”
Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo opnar fundinn á helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu IBM ,,Female Leadership in the age of AI.”
Sverrir Heiðar Davíðsson, sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar leiðir okkur í gegnum helstu AI lausnir samtímans, þar á meðal bestu spjallmenni og “text-to-image” tólin sem hægt er að nýta í dag.
Takmarkaður sætafjöldi & því er skráning nauðsynleg:
http://forms.gle/yqeAVSY97FZfbe29A
Nýtt starfsár er hafið hjá KÍO, og með því hefst spennandi haust og fullt af áhugaverðum viðburðum framundan.
Við í stjórn KÍO hlökkum mikið til komandi starfsárs. Við erum að leggja lokahönd á dagskrá haustsins, sem kynnt verður á næstu dögum,
en hún er nú þegar orðin stútfull af fræðslu og frábærri skemmtun.
Nýkjörnar stjórnarkonur:
Selma Svavarsdóttir forstöðumaður hjá Landsvirkjun
Ása Björk Jónsdóttir leiðtogi hjá Orkuveitunni
Marta Rós Karlsdóttir framkvæmdastýra Baseload Power á Íslandi
Rauan Meirbekova verkefnastjóri hjá Tæknisetri
Valdís Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá HS Orku
Elísabet Ýr Sveinsdóttir framkvæmdastjóri hjá RARIK
Heiða Halldórsdóttir framkvæmdastjóri hjá Orkusölunni
Helga Kristín Jóhannsdóttir viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar
Marta Rós Karlsdóttir framkvæmdastýra Baseload Power á Íslandi
Rauan Meirbekova verkefnastjóri hjá Tæknisetri
Þær sem halda áfram:
Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri RARIK
Ásgerður Sigurðardóttir sérfræðingur hjá Landsvirkjun
Við minnum á að öll sem hafa áhuga á orkumálum geta skráð sig í félagið með því að smella á logo KÍO hér að neðan.
Fylgdu okkur á: