⚡️ Niðurstöður fjórðu könnunar Kvenna í orkumálum um líðan starfsfólks og stöðu jafnréttismála ⚡️

Könnunin var framkvæmd af Prósent og styrkt af RARIK, sem við þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Gögnum var safnað frá maí til ágúst 2024 og gefa niðurstöður mikilvægar upplýsingar um upplifun starfsfólks, stöðu jafnréttismála og möguleika til úrbóta í geiranum.

Könnunin var send á 12 stærstu orku- og veitufyrirtæki landsins, og svöruðu alls 987 einstaklingar, sem jafngildir 59% svarhlutfalli. Ekki bárust næg svör frá þeim sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggju og því er ekki hægt að birta niðurstöður fyrir þann hóp.

Helstu niðurstöður

Hér er hægt er að skoða helstu niðurstöður könnunarinnar og bera þær saman við niðurstöður frá 2021 og 2022.

Í niðurstöðum kemur fram að enn eru tækifæri til staðar til að bæta vinnuumhverfið, sérstaklega þegar kemur að trausti á ferlum sem snúa að meðhöndlun neikvæðra atvika og jafnréttisstarfi innan fyrirtækja.

Við vonum að niðurstöðurnar verði nýttar til að skapa enn betra vinnuumhverfi fyrir öll í orku- og veitugeiranum.


crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram