Boðað er til aðalfundar Kvenna í orkumálum fimmtudaginn 5. júní kl. 15:30 til 16:00.
Fundurinn er mikilvægur vettvangur til að fara yfir stöðu mála og ræða framtíðarsýn.
Stjórnin var í fyrra kosin til tveggja ára og því ekki um kosningar að ræða í ár.
Fundurinn fer fram í Höfuðstöðinni, Rafstöðvarvegi 1a.
Við ætlum að slá upp sumargleði í leiðinni, með tengslamyndun, tónlist og gleði.
Við vonumst til að sjá sem flest félagsfólk!
👉 Skráning á aðalfund og sumargleði
Dagskrá aðalfundar samkvæmt samþykktum:
Tillögur að lagabreytingum skal senda á konuriorkumalum@gmail.com eigi síðar en 1. júní.
Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar og drykki í fallegu og skapandi umhverfi Höfuðstöðvarinnar.
Við notum tækifærið til að tengjast, spjalla og fagna sumrinu saman.
Um kl 17 röltum við saman niður á torgið við Elliðaárstöð þar sem Veitur halda nýsköpunarfestival og bjóða til tónlistarveislu.
Þar stíga á stokk Herra Hnetusmjör, Una Torfa og Dj. Dóra Júlía