Opnunarviðburður KÍO er í boði Orkusölunnar og verður þann 18. september í höfuðstöðvum Orkusölunnar Urðarhvarfi 8b.
Viðburðurinn ber yfirskriftina ,,Mín tækifæri í AI byltingunni – Gervigreind og tengslamyndun.”
Lóa Bára Magnúsdóttir, markaðsstjóri Origo opnar fundinn á helstu niðurstöðum nýrrar skýrslu IBM ,,Female Leadership in the age of AI.”
Sverrir Heiðar Davíðsson, sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar leiðir okkur í gegnum helstu AI lausnir samtímans, þar á meðal bestu spjallmenni og “text-to-image” tólin sem hægt er að nýta í dag.
Takmarkaður sætafjöldi & því er skráning nauðsynleg: