Fundargerð 60. fundar stjórnar KÍO
Fundarstaður og tími: Teams og Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 8. júní 2022 kl. 13:00
Mættar eru: Lovísa, Silja, Amel, Hildur, Ásgerður, Svandís á H68 og Birna, Ásdís og Dagný á Teams
Fundargerð samþykkt.
Nokkrum hlutverkum úthlutað, en samvinna í fyrirrúmi í stjórninni og við leitumst við að sinna starfinu í sameiningu.
Ritari: Dagný
Gjaldkeri: Svandís í 1 ár. Silja verður innan handar og tekur við á seinna ári.
Samfélagsmiðlar og viðburðir: Lovísa leiðir og heldur utan um með aðstoð frá öðrum stjórnarmeðlimum. Amel til taks á ensku hliðinni.
Ákveðið að fundartími verði mánaðarlega kl. 15 á miðvikudögum. Mögulega höfum við fundi stöku sinnum í hádeginu. Fyrsti fundur eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 24. ágúst og svo fjórði miðvikudagur í mánuði eftir það.
Mæting á fundi: Rætt um að varakonur í stjórn hafi meiri sveigjanleika og sé valfrjálst að mæta á fundi. Ákveðið að velta þessu frekar fyrir okkur og ræða og ákveða á næsta fundi hvernig best er að hafa skipulagið.
Á listanum yfir verkefni eru komin verkefni sem hafa verið gerð áður. Rætt um að við viljum endilega fá nýjar hugmyndir líka.
Nýjar hugmyndir sem komu fram á fundi:
Hildur og Birna ætla að skoða þessi mál í sameiningu.
Mikilvægt að samræma styrkjaöflun og viðburði, vera með plan um viðburði ársins þegar farið er í fjármögnun félagsins.
Núverandi heimasíðukerfi, Wix, hefur reynst flókið og erfitt að vinna með.
Hildur með nýja lausn frá aðila sem bauðst til að gera nýja síðu á svipuðu verði og sú gamla. Sýndi okkur uppkast af þeirri heimasíðu. Er hefðbundin WordPress síða og þar verður í boði að skrá sig í félagið gegnum síðuna og þær upplýsingar fara beint inn í Excel skjal á Google Drive hjá okkur.
Samþykkt að færa okkur yfir í þessa heimasíðulausn. Nokkrar í stjórn sem þekkja til WordPress, býður upp á fleiri möguleika, notendavænna auk þess sem kostnaðurinn er litlu hærri en kostnaður við núverandi heimasíðu.
Höldum þessari vinnu áfram. Skoða möguleika á að vera með viðburð í tengslum við niðurstöður skýrslu. Einnig skoða spurningar betur í könnuninni.
Hafa áhuga á fá okkur til þess að taka þátt, sem við viljum gjarnan. Var frestað og ekki komin ný dagsetning, en verður eftir sumarfrí.
Ákveðið að stefna á sumargöngu á Hellisheiðarsvæðinu og fræðsla að auki. Finna dagsetningu um/eftir miðjan ágúst.
Í október. Rætt um að mögulegt væri að bæta inn mentoring sem hluta af dagskránni.
Fara í fyrirtæki og kynna KíO. Halda áfram með þetta og höfða líka til kvenna í fjölbreyttum störfum innan orkugeirans.
Vera með fræðslu og kynningu víðar, svo sem í menntaskólum og háskólum.