Fundargerðir 2017

9. fundur stjórnar KÍO

Fundarstaður: Veitingastaðurinn Geiri smart. 25. janúar 2017, kl. 17:30-19:00

​Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.Forföll boðuðu Auður Nanna Baldvinsdóttir, Elín Smáradóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Íris Baldursdóttir og Vigdís Harðardóttir.

1. Fundargerðir síðustu funda
Fundargerðir 7. og 8. fundar voru samþykktar með smávægilegum orðalagsbreytingum.

2. Heimasíða – Forgangsmál
Búið að stofna síðuna og unnið að því að setja inn efni.Búið að kaupa veffönginBúið að kaupa aðgang að vefforritinu VIXStefnt að því að kynna síðuna á aðalfundi KÍÓ.

3. Styrktarmál
Búið er að skrifa undir styrktarsamning við HS-ORKU. Styrkupphæð 325.000 á ári í tvö ár.Viðræður eru í gangi við Landsnet um að fyrirtækið styrki félagið.

4. Iceland Geothermal
Formaður hefur verið í sambandi við framkvæmdastjóra IG um mögulega aðild KÍÓ að klasanum. Samþykkt að veita formanni heimild til að leita formlega eftir aðild að IG.

5. Fundir menntanefndar
Menntanefndin hefur fundað með Ara Kristni Jónssyni, rektor HR og Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ. Viðbrögð mjög jákvæð og háskólarnir opnir fyrir samstarfi við KÍÓ.Nokkrir punktar frá fundunum:Mikilvægt að ná til iðngreinasambandanna.HR er með viðburð sem nefnist „Tæknistelpur“ þar sem markhópurinn eru 13-15 ára stelpur.Framadagar 2017 verða haldnir 9. febrúar n.k. og hefur KÍO þegið boð um að vera með bás. Sjá dagskrárlið 6.Mikilvægt að ná til stúlkna á 2. ári í menntaskóla.

6. Framadagar – Skipulag
Svokallaðir Framadagar skiptinemasamtakanna AIESEC eru haldnir árlega í HR.Viðburðurinn hefur verið vel sóttur undanfarin ár, en þar fá háskólanemar tækifæri til að kynnast fyrirtækjum og möguleikum um framtíðarstörf. Framadagar 2017 verða haldnir 9. febrúar n.k. o g hefur félagið þegið boð um að vera með bás án endurgjalds. Hægt verður að kaupa aðgang að auglýsingu á bæklingi og heimsíðu verkefnisin.Kanna þarf áhuga meðal stjórnarkvenna um að manna básinn. Birta sendir tímaskjal til innfyllingar varðandi viðveru á básnum.

7. Skýrslan
Formaður hefur kallað eftir uppl. frá Ernst og Young, en lítil framvinda hefur verið fram til þessa en formaður mun leggja áhersla á að verkið fari í fullan gang. Erum með 3 áhugasama aðila sem vilja eiga aðkomu að skýrslunni með sérstöku framlagi.

8. Aðalfundur 2017 (fyrir lok 4 ´17)
Rætt um aðalfund, dagsetningu og dagskrá fundar.Ákveðið að stefna á aðalfund 27. apríl. Staður verður ákveðinn síðar.Mikilvægt að skýrslan verði til búin 27. mars svo hægt verði að fara yfir niðurstöður og kynna á aðalfundi.Dagskrá aðalfundar:Skýrsla stjórnar lögð fram vegna síðasta rekstrarárs. Hægt að styðjast við fundargerðir við gerð skýrslunnar.Uppgjör ársins 2016Reikningar félagsins – skipa þarf gjaldkeraÁkvörðun félagsgjaldsSkoða væntanlegar tekjur – gera viðskiptaáætlunRætt um að lagt verði til að ekki verði lögð á félagsgjöld fyrir árið 2017. Verður endurskoðað að ári.Önnur mál

9. Árshátíð KíO eftir aðalfund?
Ákveðið var að kanna möguleika á að halda árshátíð félagsins að loknum aðalfundi. Birta verður í forsvari undirbúningshóps. Tillögur um framkvæmd verða kynntar á næsta fundi.

10. Næsti viðburður
KÍÓ tekur þátt í FramadögumBBA býður KÍÓ að taka þátt í útgáfuteiti á skýrlsunni „Geothermal Transparency Guide“ þann 16. febrúar n.k. Verður auglýst betur þegar nær dregur.

11. Heimsókn í RARIK
Harpa og Guðbjörg heimsóttu Rarik og Orkusöluna og voru með opna kynningu. Fengu mjög jákvæð viðbrögð og margar nýskráningar í félagið eftir heimsóknina.

12. Netagerð við konur frá öðrum löndum
Auður Nanna leggur til að við höldum viðburð þar sem konum í Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna verður boðið og starfsemi KÍO kynnt. Verður rætt betur á næsta fundi.

13. Önnur mál
Ungir umhverfissinnar hafa óskað eftir fundi. Óska eftir að kynna sig fyrir KÍÓ. Bókaður fundurSamstarf við SamorkuAuður og Harpa hittu Pál Erland nýráðinn forstjóra og Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa. Á fundinum kom fram mikill áhugi Samorku um samstarf við KÍO. Ákveðið var að KÍÓ hafi beina aðkomu að Samorkuþingi í maí. Skoðað veðrur nánar með hvaða hætti aðkoma KÍO verður, svo sem með fyrirlestrum og kynningum. Skálað var fyrir ráðningu nýs bankastjóra Landsbankans og minnt á mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og verði fyrirmyndir.Rætt um möguleika þess að öflugum orku-konum verði veitt viðurkenning fyrir forystu i orkumálum. Verður rætt betur á næsta fundi.

Formaður boðar næsta fund eftir miðjan febrúar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið​​​

10. fundur stjórnar KÍÓ
Fundarstaður: Mathús Garðabæjar, Garðatorgi 27. febrúar 2017, 17:00-18:30

Harpa Þórunn Pétursdóttir, Vigdís Harðardóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir, Íris Baldursdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Birta Kristín Helgadóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.​

1. Fundargerð
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Heimasíðan
Heimasíðan hefur ekki komist í loftið. En mikil vinn hefur verið lögð í að undirbúa efni á síðuna. Ákveðið að leita tilboða í uppsetningu síðunnar.

3. Skýrslan
Fulltrúar stjórnar hafa fundað með skýrsluhöfundum sem lofa skýrslunni fyrir aðalfund. Unnið verður áfram með spurningalista sem sendur verður út til aðildarfélaga Samorku.Stjórnarkonur áttu fund með LV varðandi stuðning við gerð skýrslunar.Ákveðið að leita til stærri fyrirtækja í geiranum um stuðning við skýrsluna.

4. Gjaldkeri KÍÓ
Auður Nanna gaf kost á sér í starfið og var það einróma samþykkt.Harpa gengur frá prókúmálum.

5. Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn þann 6. apríl í húsnæði Verkís.

6. Árshátíð
Eftir síðasta fund kom í ljós að 7. apríl myndi henta betur fyrir árshátíð en áður ákveðinn dagur.Verð árshátíðin því haldin 7. apríl á Bryggjunni- mathúsi. Heildarverð fyrir þriggja rétta matseðil og fordrykk kr. 9.500. Ákveðið að niðurgreiða það verð um 4.000, þannig að félagsmenn greiði kr. 5.500.Margrét Helga Maack verður veislustjóri.

7. Samorkuþing á Akureyri í maí
Staðfest að Harpa, Auður, Vigdís verða á þinginu og kannski fleiri.KÍÓ verður með „Slott“ og er fyrirhugað að kynna skýrsluna og vera með fordrykkfyrir kvöldverðinn.

8. Landsnet
Verið að leggja lokahönd á bakhjarlasamning við Landsnet, 375.000 kr. á ári í tvö ár.

 9. Næstu viðburðir
- Teiti hjá BBA í tilefni af útgáfu jarðhitabókarinnar
- Aðalfundur
- Árshátíð
- Fordrykkur á Samorkuþingi
- Hafa samband við HS orku varðandi viðburð á Reykjanesinu í vor
- Stefnt að göngu í haust

10. Önnur mál
- Menntamálin
- Háskóladagurinn, skoða hvort KÍÓ eigi erindi þar
- Framadagar: Gekk mjög vel og áhugi á starfi KÍÓ og orkugeiranum. Birta á hrós  skilið fyrir undirbúninginn.
- „VOX vote“ á aðalfundi um hvaða áherslur félagsmenn vilja sjá í starfi félagsins.
- Skoða tengingu tenging við félag kvenna í vísindum.​

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.​​​​

11. fundur stjórnar KÍÓ
Fundarstaður: Marína Hótel 31. mars 2017, 16:30-19:00

Harpa Þórunn Pétursdóttir, Vigdís Harðardóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, , Íris Baldursdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, og Elín Smáradóttir. Harpa ritaði fundargerð í fjarveru ritara.

1. Fundargerð
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2. Heimasíðan
Harpa sýndi fyrstu drög að heimasíðu. Ætlunin er að fá aðstoð við að klára uppsetningu og er verið að leita leiða.​

3. Skýrslan
PR fyrirtæki vegna skýrslu
Farið yfir tilboð frá þremur aðilum og samþykkt að notast við slíkan aðila til að sjá um fjölmiðlaumfjöllun og kynningu á skýrslunni.
Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Suðvestur.​

4. Aðalfundur
- Fundarstjóri og fundarritari kjörnir
- Skýrsla stjórnar
Harpa kynnir í mjög stuttu máli skýrslu stjórnar um starfsemi ársins.
- Tillaga stjórnar um að ekki verði tekin upp félagsgjöld að sinniKjósa þarf skoðunarmannFjármál – Reikningar lagðir framAuður fer stuttlega yfir tekju- og gjaldaliði félagsins sl. ár.

5. Ársfundur
Kristín Vala Matthíasdóttir
Hörður Arnarson
Lilja Björk Einarsdóttir
Íris með menntastefnuna
Harpa stýrir fundinum

6. Árshátíð
Ljósmyndari frá Eftir vinnu í kokteil?
Samþykkt að heyra í ritstjóra Eftir vinnu um að fá ljósmyndara til að koma við.
Ætlum við að heiðra konu í orkumálum?​

7. Samorkuþing
Ætlunin er að kynna skýrsluna á Samorkuþingi.Ekki er enn orðið ljóst hvernig dagskráin verður en verður skoðað betur þegar hún verður orðin ljós, eða um lok næstu viku.​ 

8. Styrktaraðilar
Þann 24. mars sl. bættist Landsnet í hóp bakhjarla félagsins þegar undirritaður var samstarfssamningur þess efnis á milli aðila. Við þökkum Landsneti kærlega stuðninginn.​

9. Önnur mál
Auður Nanna kom með þá tillögu að vera með svokallað „Break out Session“ á Arctic Circle í október nk. Mögulega yrði þetta unnið að einhverju leyti í samvinnu við WING. Ekki gafst tími til að fara nánar yfir málið en það verður tekið fyrir á næsta fundi.​

1. Rætt var um að notast við app sem Auður hafði stungið upp á á síðasta stjórnarfundi til að spyrja ársfundinn nokkurra spurninga varðandi starfsemi félagsins. Er þetta hugsað til að skýra vilja félagsmanna varðandi starfsemina fyrir stjórninni. Auður og Íris ætla að útfæra þetta fyrir ársfundinn.

Fundi slitið klukkan 17.45

crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram