Fundargerðir 2016

Fundargerð 1. fundar Kvenna í orkumálum
Haldinn á 101 Hótel, 7. apríl 2016 kl. 17:00-19:00

Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir, Íris Baldursdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Vigdís Harðardóttir, Birta Kristín Helgadóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð. Elín Smáradóttir boðaði forföll.​

1. Stjórn skiptir með sér verkum
Harpa Þórunn Pétursdóttir var einróma kosin formaður stjórnarRitari: Helga BarðadóttirGjaldkeri: Ákvörðun frestað til næsta fundarHeimasíðustýra: Petra Steinunn Sveinsdóttir​

2. Fyrirkomulag funda
Ákveðið að fundir verði haldnir a.m.k. einu sinni í mánuði.Fundir eru ákvarðanabærir ef á þá mæta 7 stjórnarmenn – aðal- og varamenn.Bæði aðalmenn og varamenn verða boðaðir á alla fundi, en aldrei verði nema 7 gild atkvæði, komi til atkvæðagreiðslu.Fundað verði að jafnaði 2. fimmtudag í mánuði.​

3. Aðild að félaginuAðeins konur geta verið aðilar í félaginu, en öllum boðið að taka þátt í opnum viðburðum á vegum félagsins.​

4. Póstlisti og samfélagsmiðlar
Ákveðið að póstlistinn yrði ekki notaður nema fyrir efni sem beint lýtur að félaginu.Allt sem fer inn á samfélagsmiðla í nafni félagsins, þarf að tengjast orkumálum.​

5. Viðburðir
Formaður ber ábyrgð á viðburðum og kallar aðra stjórnarmenn til aðstoðar eftir atvikum.​ 

6. Helstu verkefni
Rædd var hugmynd um að greina verkefnið sem KiO stendur frammi fyrir – þ.e. að greina stöðuna í dag sem verður útgangspunktur og jafnframt verði lagt mat á það hver markhópur félagsins er. Tillaga að verklagi verður lögð fyrir næsta fund.​

7. Ráðgjafaráð
Rættum möguleika þess að setja á fót „Ráðgjafaráð“ sem í ættu sætu háttsettir aðilar úr orkugeirarnum. Ráðgjafaráðið yrðir til ráðgjafar varðandi möguleg áherslumál sem félagið myndi vinna að. Samþykkt að vinna frekar að hugmyndinni.​

8. Heimsóknir í fyrirtæki
Ákveðið að stefna að fyrirtækjaheimsóknum einu sinni á hverjum ársfjórðungi og jafnframt verði kannað með möguleika á heimsóknum út á land.

9. Fjármál og fjármögnun
Ákveðið að leitað yrði eftir styrkjum til fyrirtækja til reksturs félagsins eins og mörg félagasamtök gera.Auður Nanna mun haft samband við mögulega styrkveitendur og undirbúa kynningarefni, sem verður lagt fyrir næsta fund.​Ákveðið að leggja fram tillögu á næsta aðalfundi um 2000 kr. félagsgjöld.Formaður mun sjá um að skrá fyrirtækið í Fyrirtækjaskrá.

10. Næsti fundur
Næsti fundur verður haldinn 12. maí. Upplýsingar um stað og tímasetningu verður sendar út þegar nær dregur.Önnur málFormaður greindi frá því að KíO muni standa að móttöku með WING í tengslum við IGC ráðstefnuna 28. apríl nk.LinkedIn síða – stofnuð verði síða í nafni Women in energy – IcelandRætt um væntanlega viðburði þar sem vekja þarf athygli á jöfnum hlutföllum kynjanna í hópi fyrirlesara.Rætt um að hafa samband við Start up Energy  og bjóða fram mentora. Verður kannað betur.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið​​​

Fundargerð 2. fundar Kvenna í orkumálum
Haldinn á veitingastaðnum Le Bistro, 12. maí, 2016 kl. 17:30-19:00

Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir, Íris Baldursdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.Hjördís Sigurðardóttir, Vigdís Harðardóttir, Birta Kristín Helgadóttir og Elín Smáradóttir boðuðu forföll.
Fundargerð síðasta fundarFundargerð

1. fundar lögð fram og var hún samþykkt.​

2. Gjaldkeri
Guðbjörg var kjörinn gjaldkeri félagsins.

3. MerkiFormaður lagði fram nýja tillögu að útfærslu á merki félagsins sem var samþykkt.​

4. Fyrirkomulag fund
Á 1. fundi var ákveðið að til að fundur yrði ákvarðanabær þyrftu að mæta 7 stjórnarmenn. Á fundinum var ákveðið að taka upp á þá tillögu að einfaldur meirihluti stjórnar gæti tekið ákvarðanir.

5. Viðburðir
Mikil ánægja var með samstarfið við Wing á Íslandi og móttökuna sem haldin var í tengslum við IGC – ráðstefnuna 28. apríl sl.Samþykkt að leitast verði við að félagið verði sýnilegt með einhverjum hætti á sem flestum alþjóðlegum ráðstefnum um orkumál sem haldnar verða hér á landi.Næstu viðburðir:Hugmyndir:Gönguferð á Hellisheiði undir leiðsögn ONViðburður í Svartsengi í samvinnu við HS – Orku, í Svartsengi. Rætt um möguleika á að fá félagskonur til að halda örkynningar á stöfum sínum.Áfram verði skoðað með möguleika á að vera með kynningar í skólum til að vekja áhuga stúlkna á orkumálum.

6. Undirbúningur á greiningu og úttekt á stöðu kvenna í orkumálumHarpa og Auður hittu Halldór Þorkelsson og Hafstein hjá PVC. Á fundinum kom fram að PVC í Þýskalandi heldur utan um alþjóðlegt tengslanet kvenna í orkumálum (women&energy) og einnig hefur PVC unnið að greiningu kvenna í orkumálum í Bretlandi (Powerful Women).Ákveðið var að vinna verkefnalýsingu fyrir viðlíka greiningu á stöðu kvenna í orkumálum á Íslandi. Hugmynd að verkefnalýsingu verði lögð fram við PVC og leitað eftir styrkjum til fyrirtækja um kostun verkefnisins

7. Samfélagsmiðlar
Ákveðið að hafa facebook-síðuna opna fyrir „postun“ og innleggjum frá öðrum en stjórn en stjórn áskilur sér rétt til að eyða færslum sem ekki eiga heima á síðunni.Harpa mun breyta aðgangi að síðunni þannig að allir stjórnarmeðlimir hafi „admin“ heimild á síðuna.Auður mun skoða birtingu á Linkedin síðunni.

8. Styrkjamál
Auður lagði fram tillögu um efni sem hægt væri að liggja fyrir mögulega styrktaraðila.Bankastjóri Íslandsbanka hefur boðið stjórninni til fundar og verður kynningarefnið lagt fyrir þann fund.Harpa og Auður hafa umboð stjórnar til að leita eftir styrkjum frá fyrirtækjum.

9. Miðlun gagna
Íris ætlar að setja upp Drop-box fyrir stjórnina, þar sem verða settar inn fundargerðir, myndir og önnur gögn.

10. Kynning á félaginu
Harpa mun kynna félagið á Samorkufundinum á Ísafirði 26.-27. maí nk.

11. Næsti fundur
Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 2. júní kl. 17:30 þar sem annar fimmtudagur í júní hentaði fáum stjórnarkonum. Fundarboð og staðsenting auglýst þegar nær dregur.

12. Önnur mál
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.​​​

3. fundur stjórnar KíO​
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Sæta svínið 2. Júní 2016, kl. 17:30-19:00

Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Íris Baldursdóttir, Birta Kristín Helgadóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.Hjördís Sigurðardóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Vigdís Harðardóttir og Elín Smáradóttir boðuðu forföll.

1. Fundargerðar 2. Fundar
Fundargerð 2. fundar samþykkt, með fyrirvara um að stjórnin breyti ákvörðun frá 1. um nauðsynlegan fjölda fundarmanna til samþykktar.

2. Fundur með bankastjóra og framkvæmdastjórum hjá Íslandsbanka 25. maí sl
Nokkrar stjórnarkonur snæddu hádegisverð í boði bankastjóra Íslandsbanka Birnu Einarsdóttur. Harpa var búin að þakka formlega fyrir fundinn, sem var mjög veglegur af hálfu bankans. Margar góðar hugmyndir og ráðleggingar frá bankastjóra, m.a. um að gott væri að ræða við stjórnir orkufyrirtækjanna, tryggja aðkomu þeirra kvenna sem eru hæst settar innan fyrirtækjanna og virkja tengslanetið. Mikilvægt að laða yngri konur að geiranum og hægt að vekja athygli þeirra t.d. með því að fara inn í skólana sem og að leggja áherslu á faglegt starf innan félagsins.Næstu skref ákveðin:Íris verður formaður fræðslunefndarLista þarf upp fyrirtæki sem stefnt verður á að heimsækj: Harpa

3. Næsti viðburður félagsins
Haft hefur verið samband við Orkuveituna um skipulagningu gönguferðar á Hengilssvæðinu um mánaðarmótin ágúst-sept.  Heppilegasti tími seinnipart á virkum degi.Stefnt verður að fræðsluviðburði um miðjan september.

4. Viðburður með kanadíska félaginu Desk and Derrick Club. http://www.abfddc.com/
Harpa er í sambandi við fulltrúa frá félaginu Desk and Derrick Club, sem samanstendur af konum í olíu- og gasiðnaði í Kananda, en hópurinn er væntanlegur hingað til lands í ágúst. Athuga á hvort hægt verður að koma á hádegisfundi þann 22.  ágúst.  Harpa heldur öðrum stjórnarkonum upplýstum um hvað verður ákveðið.

5. Skýrsla um stöðu kvenna í íslenska orkugeiranum
Auður Nanna lagði fram verkefnalýsing varðandi mögulega úttekt/skýrslu. Óskað verður eftir tilboði bæði frá PvC og Earnst and Young. Sólrún hjá OR getur veitt góðar upplýsinar. Mikilvægt að hafa allan geirann með; hitaveitur, rafveitur og eldsneytismál.

6. Staðan á samfélagsmiðlum
Allar stjórnarkonum orðnir editorar á face-book síðunaSkoða þarf Linked-in síðuna – Auður

7. Önnur mál
Auður Nanna flutti kynningu á KÍÓ á Samorkuþingi í síðustu viku. Konur aðeins 20% þeirra sem fluttu erindi á Samorkuþinginu, sem þó er mikil aukning frá fyrri þingum.Harpa undirbýr frétt á Facebook um stöðu mála í félaginuStjórnin tekur sumarfrí í júlí en ráðgerir að hittist fljótlega eftir verslunarmannahelgiTaka þarf ákvörðun um við hvaða fyrirtæki á að tala við varðandi stuðning við félagiðKortleggja þarf ráðstefnur sem haldnar verða á næstunni og kanna með mögulega kynningu á félaginu í tengslum við þærStyrktarbeiðnir – skoða bankana og stærstu orkufyrirtækin. Stefnt á að fá fundi með stærstu fyrirtækunum – LV, OR, HS, Rarik, Landsnet og senda pósta á hin.

8. Næsti fundur
Formaður mun boða til næsta fundar eftir sumarfrí.​​

Fundargerð 4. fundar Kvenna í orkumálum
Haldinn á veitingastaðnum Sæta svíninu, 12. júní, 2016 kl. 17:00-18:30

Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Íris Baldursdóttir, Elín Smáradóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Hjördís Sigurðardóttir og Vigdís Harðardóttir, sem ritaði fundargerð.Petra Steinunn Sveinsdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Helga Barðadóttir boðuðu forföll.

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 3. fundar ekki lögð fram og því ekki samþykkt en verður tekin fyrir á næsta fundi félagsins.
Viðburður með kanadískum orkukonum
Ákveðið að bjóða kanadísku konunum að hitta félagskonur KíO í Víkinni veitingastað. Pantað þann 22. ágúst frá 11.30-13:30 fyrir u.þ.b. 40 manns. í boði verður fiskur, kaffi og pönnukaka með rjóma. Félagsmönnum og áhugasömum er velkomið að taka þátt.

2. Skráning félagsinsFormaður tilkynni að skráningu félagsins væri formlega lokið. Félagið hefur fengið kennitöluna 520716-1220. Formaður lagði út fyrir skráningu félagsins og mun senda stjórnarkonum reikninginn til endurgreiðslu á útlögðum kostnaði, 5000 kr fyrir skráningu.

3. Styrkveitingar
Farið var yfir stöðu styrkjamála til félagsins. Harpa, Auður og Helga hittu Hörð Arnarson, Rögnu Árnadóttur og Magnús Þór Gylfason á fundi og lauk fundinum með því að ákveðið væri að styrkja félagið um 750.000 til tveggja ára, þ.e. styrktarleið A, Bakhjarl. Harpa og Auður hittu jafnframt Landsbanka Íslands, þá Árna Þór Þorbjörnsson og Ólaf M. Magnússon. Í kjölfar fundarins var staðfest að styrkja félagið einnig um 750.000 kr, styrktarleið A, Bakhjarl. Þá hittu Harpa og Auður einnig Íslandsbanka, þau Birnu Einarsdóttur og Vilhelm Má Þorsteinsson. Í kjölfarið var staðfest af Hólmfríði Einarsdóttur, markaðsstjóra, að bankinn myndi styrkja félagið um 250.000 kr, styrktarleið B.Aðrir sem rætt var um að funda með vegna mögulegra styrkja voru m.a. Arion, Tryggingafélög, Kvika, Saga, Hs-Orka og fleiri.​

4. Næsti viðburður KíO
Rætt var nánar um viðburð sem Landsnet og ON eru að skipuleggja í sameiningu. Gönguferð um Hengilssvæðið. Hugmynd að dagsetningu er 30. ágúst. Viðburðurinn er aðeins hugsaður fyrir félagskonur. Hugmyndin er að hittast eftir vinnu, fara í rútu saman upp að Hellisheiðarvirkjun, ganga í 1,5-2 klst og þiggja drykki eftir á.​

5. Matchmaking Event
LarsEnergy heldur ráðstefnu á Íslandi 19-20. september nk. um markaðssetningu orkufyrirtækja. Félagið hefur verið beðið um að standa að skipulagningu viðburðarins. Harpa og Birta Kristín munu hafa umsjón með verkefninu en Harpa verður þó erlendis þegar ráðstefnan verður haldin. VH bauð heim til sín í „Breinstorming“ um viðburðinn.

6. Skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum á ÍslandiSkýrsla um stöðu kvenna í orkumálum á íslandi var rædd nánar. Ákveðið að reyna að ná sem víðustu sjónarhorni, þ.e. ekki aðeins skoða aðildarfélög Samorku heldur fleiri. Hugmynd að kaupa vinnu af Ernst&Young en þeir gera samskonar skýrslu erlendis og eiga því grunninn sem þarf. Þá hefur Samorka boðist til að afhenda sínar tölur hvað þetta varðar. Í skýrslunni kæmi fram staða kvenna í orkumálum, t.d. fjöldi kvenna sem stýra orkufyrirtækjum, millistjórnendur og þess háttar.

7. Næsti fundur
Ekki var ákveðið hvenær næsti fundur skuli haldinn. Formaður sendir tillögu á stjórnarmenn sem fyrst.

8. Önnur málFleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.

​​​5.  fundur stjórnar KíO
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Geiri Smart 7. september 2016, kl. 17:30-19:00

​Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir, Vigdís Harðardóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.Elín Smáradóttir, Hjördís Sigurðardóttir og Íris Baldursdóttir boðuðu forföll.


1. Samþykkt fundargerðar frestað til næsta fundar
Samþykkt fundargerðar var frestað til næsta fundar.

2. Hádegisverðurinn með kanadísku konunum frá Desk and Derrick Club
Vel tókst til með hádegisverð með félögum úr Desk and Derrick Club þann 22. ágúst sl. Skoða þarf hvort ekki ætti að stefna að því að tengjast félaginu á einhvern hátt, t.d. að hafa upplýsingar um á heimsíðu. .Kanna þarf hvort félagmennum hafa áhuga á að auka frekar tengsl við félög að þessum tagi.

3. Gangan á Helisheiði
Ganga á Hellisheiði í boði OR, var mjög vel heppnuð, en um 30 konur tóku þátt. Stefnt að því að gera slíka ferð að árlegum viðburði.HP sendir þakkar bréf á OR.

4. Heimasíða
Útskýra þarf hugmyndina að merki félagsins (birta þær upplýsingar á Facebook og nýrri heimasíðu).Samþykkt að leitað verði eftir tilboðum í gerð heimasíðu fyrri KÍÓ.  Petra leitar eftir tilboðum.

5. Skrárningar í félagið
Skráðir félagar eru 197.

6. Heimsókn í ANR
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur boðið félagskonum að koma í ráðuneytið þann 29. september. n.k. kl. 17:00-18:00. Harpa er í sambandi við ráðuneytið varðandi dagskrána.

7. Ice-breaker – ráðstefnan 19. sept. í Hörpu
Banner KÍÓ verður á settur upp.  Birta og Petra munu stýra viðburði í hádeginu þann 19. sept. undir yfirskriftinni:„Hvernig á að nota merketing til auka fjölda kvenna og ungs fólks í orkumálum“Þær verða í sambandi við ráðstefnuhaldara varðandi praktísk atriði.

8. Styrkir
Leitað vera eftir styrk frá Arion banka. Bankinn munekki veita beinann fjárstyrk en bauð afnot af ráðstefnusal bankas í Borgartúni til fundarhalda.Bæði Landsvirkjun og Landsbankinn hafa staðfest að fyrirtækin verði bakhjarlar KÍÓ og hafa gefið vilyrði fyrir styrkjum að upphæð 750.000.

9. Samorka – opinn fundur um konur í bransanum
Samorka hyggst standa fyrir opnum fundi um stöðu kvenna í orkugeriarnum. Samorka mun hafa samband við KÍÓ um innlegg á fundinum.

10. Önnur mál
1. Fyrsti karlmaðurinn skráður í félagið – Eiríkur Hjálmarsson hjá OR.
2. Stjórn KÍÓ stefnir á kvöldverð á haustmánuðum
3. Rætt um að halda viðburð þar sem félagskonur myndu kynna sín verkefni í stuttu máli, nokkurskonar örerindi. Athuga hvort hægt yrði að halda slíkan viðburð í Svartsengi.
Harpa talar við HS-Orku.

Næsti fundur:Næsti fundur boðaður 6. október kl. 17:30. Formaður sendir upplýsingar um stað þegar nær dregur.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið​​

6.  fundur stjórnar KíO
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Oddsson 4. október 2016, kl. 17:30-19:00​

Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Elín Smáradóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.

Hjördís Sigurðardóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Vigdís Harðardóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir og Íris Baldursdóttir boðuðu forföll.​

1. Samþykkt fundargerða
Samþykkt var að senda fundargerðir síðustu tveggja funda til samþykktar í tölvupósti.

 2. Charge-ráðstefna
Birta stýrði „Ice-Breaker“ viðburði sem tókst mjög vel.Meðal annars fór fram hugmyndavinna varðandi eftirtalda þætti með „gulum miðum“nýsköpun,kynjahlutverk,endurnýjanleg orkaBirta mun taka saman yfirlit yfir helstu niðurstöður hugmyndavinnunnar og mögulega verður hægt að nota niðurstöðurnar varðandi átak til að ná til yngri kvenna.Verður rætt betur á næsta fundi en Birta og Íris hafa þegar unnið að hugmyndinni.

 3. Boð í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra bauð KÍÓ í ráðuneyti þann 29. sept. sept. sl. og var það mjög vel heppnað, en um 40 konur mættu. Ráðherra hélt erindi um næstu skref í ráðuneytinu og í kjölfarið var boðið upp á léttar veitingar.Harpa mun senda þakkarbréf til ráðherra.

 4. Rúmenía
Hópur Íslendinga fer á styrk frá EES sjóðnum (EEA Grants) til Rúmeníu dagana 11.-15. okt. n.k. til að kynna sér stöðu jarðhitamála í landinu, efla tvíhliða tengsl landanna, kanna mögulega samstarfsfleti og taka þátt í ráðstefnu. Í hópnum verða þrjár stjórnarkonur KÍÓ t (HÞP, ANB, PSS). Ræðismaður Íslands í Rúmeníu, Georgiana Pogonaru, er upplýst um ferðina og sendi félaginu erindi þar sem hún lýsir yfir ánægju með þátttöku KÍÓ í ráðstefnunni og ætlar að leitast eftir því að fá fund og koma á tengingu við rúmenskar konur í orkumálum.Georgiana hefur unnið sem mentor fyrir konur í atvinnulífinu, í samtökum sem heita:„Professional Women’s Network Romania“, sjá: www.pwnromania.ro

5. Jarðhitafélags Íslands
Haustfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn 13. október n.k. og verður áhersla lögð að rannsóknarverkefni kvenna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur til 16.30 í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur.Hefur JHFÍ óskað eftir því að fá fulltrúa frá KÍÓ til að sjá um fundarstjórn.HB tekur að sér að sjá um það fyrir hönd félagsins.
 
6. FjármálBúið að ganga frá rafrænum aðgangi formanns að reikningum félagsins. Reikningurinn er nr. 501-26-150116 (dagsetning fyrsta fundar í Hörpunni)Inn hefur komið styrkur að upphæð 750.000 frá Landsbankanum og útgjöld félagsins hafa verið rúmar 43.000 vegna auglýsingaborða frá Sýningu og hefur reikningurinn verið greiddur. Aðrar færslur hafa ekki verið gerðar.

 7. Önnur mál
Ákveðið að halda stefnumótunarfund stjórnar og snæða kvöldverð í kjölfarið. Dagsetning ákveðin fljótlega.

Næsti fundurFormaður sendir út tillögur að tíma fyrir næsta fund.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.​​​

6. fundur stjórnar KíO
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Oddsson 1. nóvember 2016, kl. 17:30-19:00

Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Íris Baldursdóttir, Vigdís Harðardóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir, og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.Elín Smáradóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir og Hjördís Sigurðardóttir, boðuðu forföll.

1. Samþykkt fundargerða
Fundargerðir fyrri funda hafa verið sendar út til samþykktar.

 2. Styrkjamál
Formaður fundaði með fulltrúum Íslandsbanka um að bankinn styrkti félagi. Íslandsbanki hefur nú tilkynnt að hann muni ekki styrkja félagið á þeim forsendum að félagið sé nú þegar í samstarfi við Landsbankann.Landsvirkjun ætlar að vera bakhjarl og styrkja félagið um 750.000 á ári í tvö ár.HS-Orka ætlar að vera bakhjarl með 325.000 á ári í tvö ár.Bókaður hefur verið fundur hjá Landsneti í næstu viku, varðandi möguleika á að fyrirtækið styrki félagið.
 
3. Heimasíðan
Petra og formaður hafa þegar lagt drög að efni á vefsíðuna. Verið er að skoða hvaða forrit muni vera heppilegast að nota. Stefnt er að því að síðan verði tilbúin fyrir vetrarfundinn 21. nóvember n.k. Á síðunni verði m.a. fréttir, bæði af félaginu og orkutengdar fréttir. Jafnframt upplýsingar um bakhjarla og systrasamtök KÍÓ og fl.
 
4. Skýrslan
Ákveðið að leita eftir tilboði frá Ernst og Young í gerð skýrslu um stöðu kvenna í orkumálum á Íslandi í dag.Sólrún Kristjánsdóttir frá OR hefur átt fund með Samorka varðandi upplýsingar sem Samorka er með og mun það skýrast í næstu viku hvað af þeim gögnum verður hægt að nota við gerð skýrslunnar.Hafa þarf í huga að þær upplýsingar sem birtar verða í skýrslunni verði samanburðarhæfar við sambærilegar skýrslur sem gerðar hafa verið erlendis og því er mikilvægt að skilgreina vandlega efnistök og „orkugeirann“ m.t.t. þess.
 
5. Menntastefna
Íris var með stutta kynningu á helstu markmiðum með því að ná til ungra stúlkna/kvenna. Meðal annars var rætt um að fara inn í skóla og þá öll skólastig, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ákveðið að þetta verið tekið til frekari skoðunar á stefnumótunarfundinum 18. nóvember.
 
6. FKA Félag kvenna í atvinnulífinu
Nokkrar stjórnarkonur hittu fulltrúa frá FKA til að fræða um starfsemi FKA og í kjölfarið var KÍÓ boðið að verða aðila að FKA.Ákveðið að ræða þá hugmynd frekar á stefnumótunarfundinum.
 
7. Vetrarfundur
Vetrarfundur verður haldinn í vikunni 21.-25 nóv.Dagskrá verður kynnt fljótlega.
 
8. Fréttabréf
Fréttabréf er í ritun hjá formanni og verður sent út í rýni til stjórnarkvenna áður en það verður sent út.
 
8. Stefnumótun og hátíðarkvöldverður
Á fundi 19. nóv. n.k. verða lögð drög aðstefnumótu KÍÓ og fjárhagsáætlun næsta árs.Í kjölfar fundarins verðu hátíðarkvöldverður stjórnar.
 
9. Ákvarðanir á stjórnarfundum
Stjórnin var einróma sammála um að aðeins 4 stjórnarkonur þurfi til að stjórnarfundir séu ákvarðanabærir.
 
10. Önnur mál
Fulltrúar KÍÓ voru í för með orkusendinefnd til Rúmeníu í október. Ferðin var styrkt af Þróunarsjóði EFTA og var áhersla á jarðhitasamstarf landanna.KÍÓ skipulagði kvöldverð í samvinnu við ræðismann Íslands í Rúmení, Gerogiana Pogonaru. Þangað var boðið konum úr félaginu „Professional women network – Rumenia.“Rúmensku konurnar óskuðu eftir frekara samstarfi við KÍÓ og verður skoðað hvernig hægt verður að treysta það samstarf.
 
11. Næsti fundur
Formaður boðar næsta fund sem haldinn verður í byrjun desember.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið 18:50.​​​

8. fundur stjórnar KíO
Fundarstaður: Stekkjarbakki 10, heimili Vigdísar. 1. nóvember 2016, kl. 17:30-19:00

Mættar: Harpa Þórunn Pétursdóttir, Auður Nanna Baldvinsdóttir, Birta Kristín Helgadóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Íris Baldursdóttir, Vigdís Harðardóttir, Petra Steinunn Sveinsdóttir og Helga Barðadóttir, sem ritaði fundargerð.Elín Smáradóttir, og Hjördís Sigurðardóttir, boðuðu forföll.

1. Haustfundur – vetrarfundur
Á Vetrarfundinum sem haldinn var undir yfirskriftinni „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“ var fjallað um smávirkjanir frá ýmsum sjónarhornum. Sjá dagskrá í viðauka fundargerðar.Fundurinn tókst vel, fyrirlestrar áhugaverðir og góðar umræður í lok fyrirlestra.Fundurinn var haldinn í Arion-banka, í boði bankans.

2. Skýrslan
Komið er tilboð frá Ernst og Young um gerð stöðuskýrslu og hljóðar tilboðið þeirra upp á 2.8-4,8 m.kr. Fyrirtækið er tilbúið að fara í verkið og setja 3 m.kr. þak á verðið auk VSK.Stjórnin jákvæð gagnvart tilboðinu, en formleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en betri sundurliðun og nánari útfærslu á tilboðinu liggur fyrir. Jafnframt þarf að fara vel yfir forsendur og efnistök.Komið hefur fram að Landsvirkjun hefur áhuga á að styrkja KÍÓ til að gera skýrsluna.Reiknað með að skýrslan verði tilbúin 1. apríl
 
3. Heimasíðan
Búið er að kaupa lénin „www.kio.is“ og „www.konuriorkumalum.is“. Áfram er unnið að efni á síðuna.​

4. Kynning á KÍÓ og styrkir
Ákveðið að haft verði samband við þau orkufyrirtæki sem ekki hefur verið haft samband við fram til þessa og kynna starfsemi KÍÓ fyrir þeim og óska eftir styrkjum til starfsemi félagsins. Kynning verður á KíÓ fyrir Rarik 8. des. n.k.​

5. Menntastefna
Íris kynnti fyrstu drög að menntastefnu. Farið var yfir hugmyndafræði og helstu áherslur. Drögin verða send út til stjórnarkvenna til umsagnar áður en þau verða send út á félagsmenn til umsagnar og athugasemda.​

6. Fréttabréf
Formaður vinnur að fréttabréfi þar sem tekið verður saman starfsemi KÍÓ þetta fyrsta starfsár félagsins. Bréfið verður sent út til allra félagsmanna.​

7. Næsti fundur
Formaður boðar næsta fund um miðjan janúar 2017.​​ Viðauki við fundargerð fundar stjórnar KÍÓ, dags. 5. des. 2016. Dagskrá Vetrarfundar 30. nóv. 2016:

Opinn vetrarfundur Kvenna í orkumálum
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi – Eru smávirkjanir framtíðin?
Opinn vetrarfundur Kvenna í orkumálum, miðvikudaginn 30. nóvember í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, klukkan 16:30.
Dagskrá fundar:
– Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs ávarpar fundinn.
– Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarkona KíO og sérfræðingur í viðskiptaþróun Landsvirkjunar -Litlar þúfur – Dreifð raforkuvinnsla.
– Kjartan Rolf, deildarstjóri kerfisstýringar Rarik -Smávirkjanir og dreifikerfið.
– Svana Linnet, fyrirtækjaráðgjöf Arion banka-Fjármögnun smá- og örvirkjana.
– Birkir Þór Guðmundsson, ráðgjafi hjá Orkuveri ehf. -Að reisa og reka smávirkjun.
– Mjöll Waldorf, stofnandi XRG Power-Möguleikinn á einkarafstöð.
– Sæþór Ásgeirsson, stofnandi Icewind-Litlar vindrafstöðvar.​​​

crossmenuarrow-down linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram