Fullt var út úr dyrum á sameiginlegum fundi KÍO og FUMÍ á Hilton Reykjavík Nordica þann 14. október sem bar yfirskriftina Orkumál eru umhverfismál: Sameiginleg markmið, samtal og samvinna. Í upphafi fundar fluttu Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og Alma Stefánsdóttir starfsmaður Landsvirkjunar og félagi í Ungum umhverfissinnum stuttar framsögur til að ýta umræðunum úr vör en að því loknu hófst pallborð undir stjórn Aðalheiðar Snæbjarnardóttur, sjálfbærnistjóra Landsbankans. Líkt og titill […]