Við leiðréttum skekkjuna í tímatali okkar með hlaupársdeginum 29. febrúar fjórða hvert ár. Hlaupár samsvarar hlutfalli kvenna í atvinnugreinum tækni og orku en konur eru einungis um 25% af starfsfólki geiranna hér á landi. En hvernig leiðréttum við þá skekkju? Konur í orkumálum, Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni, og Arion banki bjóða til samtals með reynslumiklum stjórnendum og sérfræðingum um hvaða áskorunum þessir karllægu geirar standa frammi fyrir […]