Sumarganga Kvenna í orkumálum var í boði Landsvirkjunar í ár og fór fram í fallegu nágrenni við nokkrar af vatnsaflsstöðvum fyrirtækisins í Soginu þann 29. ágúst í blíðskaparveðri. Góður hópur lagði af stað frá Norðlingaholti með rútu í Sogið þar sem fyrsta stopp var orkusýningin í Ljósafossi og leiðsögn niður í Írafossstöð með Guðmundi Finnbogasyni verkefnastjóri á sviði samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Uppfull af fróðleik hélt hópurinn því næst […]