Hlutverk KÍO er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra og auka áhrif innan orku- og veitugeirans. Félagið er opið öllum kynjum sem vilja stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika í orkumálum og sýna það í verki.
Gleðilegt nýtt ár kæra félagsfólk! Þá höfum við klárað annað ár þar sem við höfum þurft að aðlaga okkur að nýjum veruleika og gert það með stæl, að mínu mati. Við höfum haldið geiranum okkar gangandi án teljandi vandræða en við sinnum jú mikilvægu málefni og innviðum í þessu landi.
Það fór ekki mikið fyrir viðburðum í eigin persónu á árinu, en starfsemin var hins vegar ávallt í gangi, stjórnin vann ötullega að öðrum þáttum sín á milli og þá aðallega í stafrænum heimi. Við náðum þó að halda fjölmiðlanámskeið, þar sem þátttakendum voru kennd helstu atriði varðandi framkomu í fjölmiðlum, en við viljum jú auka sýnileika kvenna í orkugeiranum í fjölmiðlum. Þá fórum við í skemmtilega sumargöngu og heimsókn í Elliðaárstöð og sáum alla þá uppbyggingu sem þar á sér stað og þær framkvæmdir sem framundan eru.
Á liðnu ári kynntum við jafnframt niðurstöður úr rannsókn á líðan kvenna í orkumálum. Í henni kom skýrt fram hversu skemmtilegur geirinn okkar er, þar sem einkunnin 8.4 fékkst á meðal svarenda af 10 mögulegum, við spurningunni um starfsánægju félagskvenna og hafði hækkað frá síðustu könnun. Þess má geta að vísitala starfsánægju á meðal kvenna í atvinnulífinu er 7,8. Það var hins vegar mjög leitt að sjá að okkur hafði ekki tekist að breyta því mynstri sem einnig hafði komið fram í fyrri rannsókn varðandi neikvæðari upplifun þeirra sem hafa hvað mesta starfsreynslu innan geirans og jafnframt að enn virðist finnast áreiti og ójafnrétti innan geirans. Þess vegna vakti félagið sérstaka athygli á því og hvatti stjórnendur fyrirtækjanna til aðgerða til að bæta geirann okkar.
Nú undir lok árs gáfum við út þriðju skýrslu félagsins um stöðu kvenna í orkugeiranum sem unnin var af EY Iceland. Það var mjög jákvætt og hvetjandi að geta sýnt grænar tölur, að tekist hafi að auka hlutfall stjórnarformanna í fyrirtækjunum sem könnunin tók til, framkvæmdastjóra og jafnframt hlutfall kvenna almennt í geiranum. Við bindum miklar vonir við að þessi þróun sé komin til að vera, að við náum jafnvæginu fljótt og að konur verði mun sýnilegri í efstu lögum þessara fyrirtækja á næstu árum.
Utan félagsstarfsins og markmiða þess eru jafnframt ákveðnir þættir sem standa upp úr að mínu mati á orkuárinu 2021. Áhersla var lögð á rafeldsneyti og tækifærin sem felast í því, matvælaframleiðslu með grænni orku, við stefndum enn nær orkuskiptunum, þ.e. því flotta markmiði okkar að verða fyrst til að verða óháð jarðefnaeldsneyti, ýttum undir raforkuöryggi, fönguðum kolefni og bættum regluverkið svo eitthvað sé nefnt. Mér hefur fundist ég finna að fólk sé orðið meðvitaðra um orkunotkun sína og bætta orkunýtingu sem verður að telja mikilvægt skref inn í framtíðina með tilliti til þróunar orkumála hérlendis og þá sérstaklega umhverfisins. Það er líka frábært að sjá hversu okkur hefur orðið framgengt hvað varðar hugmyndir almennings um orkugeirann, að hann sé órjúfanlegur hluti af umhverfismálunum.
Ég lít björtum augum á komandi orkuár og sé tækifærin í hverju horni. Við náum vonandi að halda ársfundinn okkar í eigin persónu og kjósa nýja stjórn með vorinu, halda árshátíð, viðburði og ráðstefnur. Með tækifærin öll, jákvætt hugarfar og þennan fjölbreytta og skemmtilega orkugeira getur nýja starfsárið ekki orðið annað en gott… þrátt fyrir Covid!
Með kveðju,
Harpa Pétursdóttir
Formaður Kvenna í orkumálum
Hlutfall kvenkyns stjórnarformanna hefur farið úr 25% í 58% á aðeins fjórum árum í orkugeiranum á Íslandi. Þá hefur hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra hækkað um 10% á tveimur árum og er nú 46%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Kvenna í orkumálum sem var gefin út í dag.
Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna íorkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti. Skýrslan, sem unnin er af EY,varpar ljósi á stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi, sem löngum hefur verið karllægur. Það er þó að breytast.
Ný skýrsla kom út í þriðja sinn í dag og var kynnt í Grósku. Í henni kemur meðal annars fram að á tveimur árum hefur kvenkynsframkvæmdastjórum í orkugeiranum fjölgað um 10% og að 58% stjórnarformanna orkufyrirtækja eru nú konur. Hlutfall kvenna í stöðum forstjóra, deildarstjóra ogmeðstjórnenda lækkar, en á sama tíma fjölgar konum í almennum stöðugildum íorkugeiranum á Íslandi og er nú 27%. Ákvörðunarvald liggur hjá konum í 36% tilfella í orkugeiranum hér á landi, samanborið við 30% í fyrstu skýrslunni sem kom út.
Harpa Þórunn Pétursdóttir formaður KíO: „Það er mjög ánægjulegt að sjá svona miklar breytingar á skömmum tíma í orkugeiranum hvað varðar ákvörðunarvald kvenna. En það er enn verk fyrir höndum. Það er áhyggjuefni að sjá skref tekin afturábak á sumum sviðum og sem fyrr er það stórt verkefni að jafna hlut kvenna í almennum stöðugildum í íslenska orkugeiranum.“
Athygli vekur að konur eru aðeins 8% forstjóra í orkugeiranum á Íslandi, eða ein kona hjá þeim tólf fyrirtækjum sem liggja til grundvallar skýrslunni. Harpa segir að þetta hlutfall verði að bæta. „Á næstu árum er mikilla breytinga að vænta í forstjórastöðum í orkugeiranum og þá verður einfaldlega að laga hlutfall kvenna.“
Hún segir skýrslu KíO veita aðhald í þessum málaflokki. „Viðvonum að niðurstöður skýrslunnar hafi jákvæð áhrif á þróunina frá ári til ársog að þær séu hvatning til fyrirtækja í geiranum til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leiðrétta kynjahlutfall á öllum sviðum. Aukin fjölbreytni leiðir til betri stjórnunar og ákvörðunartöku.“
Skýrslan var styrkt af: Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, HS Orku, Norðurorku, RARIK og Samorku.
Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti. Skýrslan, sem unnin er af EY, varpar ljósi á stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi, sem löngum hefur verið karllægur. Við sjáum þó hæga þróun í rétta átt.
WING og KíO bjóða til samhristings mánudagskvöldið 25. október í Gamla bíó!
Á staðnum verður fjölbreyttur hópur fólks sem starfar í orkumálum og því er þetta kjörið tækifæri til að hittast, kynnast og spjalla.
Hljómsveit hússins mun taka nokkur lög og gestum gefst einstakt tækifæri til að koma fram með hljómsveitinni! Á staðnum verða ýmis konar hljóðfæri en einnig er hægt að koma með eigið undirspil og syngja.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Að því loknu opnar barinn þar sem hægt er að kaupa sér drykki til viðbótar.
Ekki er rukkað inn en skráning er nauðsynleg.
Við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.
16% prósent stjórnarformanna í orkugeiranum á Norðurlöndumeru konur og þær eru aðeins þriðjungur stjórnarmanna í heild sinni. Þá eru konurí minnihluta þeirra sem kenna orkutengd fög í háskólum. Þetta kemur fram ínýrri skýrslu um stöðu kvenna sem EY hefur unnið fyrir Nordic Energy EqualityNetwork að fyrirmynd Kvenna í orkumálum.
Norðurlöndin státa almennt af góðum árangri íjafnréttismálum, en orkugeirinn virðist hafa setið eftir miðað við niðurstöðurskýrslunnar. Að meðaltali fylla konur 28% allra stöðugilda innan orkugeirans á Norðurlöndunumen þær raðast síður í æðstu stjórnendastöður. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnarþarf að styrkja stöðu kvenna innan geirans til að ná frekar markmiði um aðskipta yfir í grænt orkukerfi á sjálfbæran hátt á Norðurlöndum, sem og íheiminum öllum.
Skýrsluna í heild sinni má lesa hér: https://www.nordicenergy.org/article/gender-equality-in-the-nordic-energy-sector-lags-behind/
Harpa Þórunn Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Orkustofnun, var í dag kjörin formaður Kvenna í orkumálum til næstu tveggja ára á aðalfundi félagsins, sem haldinn var með rafrænum hætti. Harpa var ein af stofnendum félagsins árið 2016 og hefur gegnt formannsstöðu frá upphafi.
Fimm nýjar konur tóku sæti í stjórn eftir aðalfundinn; Amel Barich, verkefnastjóri hjá GEORG, Anna Lilja Oddsdóttir, verkefnastjóri hjá OS, Ásdís Benediktsdóttir, teymisstjóri hjá ÍSOR, Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur hjá OR og Svandís Hlín Karlsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþjónustu og þróunar hjá Landsneti.
Þær Auður Nanna Baldvinsdóttir, orkuhagfræðingur, Birta Kristín Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Grænvangi, Elín Smáradóttir, lögfræðingur hjá OR og Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, voru allar endurkjörnar í stjórn KíO.
Stjórn KíO til ársins 2022 er því svo skipuð:
Aðalmenn:
Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður
Amel Barich
Ásdís Benediktsdóttir
Ásdís Eir Símonardóttir
Elín Smáradóttir
Lovísa Árnadóttir
Svandís Hlín Karlsdóttir
Varamenn:
Auður Nanna Baldvinsdóttir
Birta Kristín Helgadóttir
Anna Lilja Oddsdóttir
Fráfarandi stjórnarkonum, þeim Ásdísi Gíslason, Helgu Barðadóttur, Írisi Baldursdóttur, Kolbrúnu Rögnu Ragnarsdóttur og Vigdísi Harðardóttur eru þökkuð góð störf í þágu félagsins.
Félagið Konur í orkumálum var stofnað árið 2016. Tilgangur þess er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra sín á milli og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna er varðar orkumál.
Félagið hefur meðal annars gefið út tvær skýrslur um stöðu kvenna í orkumálum á Íslandi sem unnar voru af Ernst & Young. Þá hefur félagið staðið fyrir könnun um líðan kvenna í orkugeiranum á Íslandi og greiningum á hlutfalli kynja þegar kemur að viðmælendum fjölmiðla í orkutengdum fréttum í samstarfi við Creditinfo auk fjölbreyttra viðburða.
Stjórn KíO hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði Jarðhitafélags Íslands „Vorfundur 2019 – Auðlindarannsóknir og eftirlit“ sem haldinn er 29. apríl nk. og gleðst yfir því að þar er jafnvægi í kynjahlutfalli framsögumanna. Þessi viðburður hlýtur því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum fyrir að vera Viðburður í Jafnvægi en til að hljóta stimpilinn þarf viðburður að uppfylla ákveðin fyrirfram skilgreind viðmið sem finna má hér á heimasíðu Kvenna í orkumálum.
Við óskum Jarðhitafélagi Íslands til hamingju með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Skipuleggjendur viðburðarins hafa sýnt jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og eruð þar með fyrirmynd annarra sem koma að skipulagi viðburða í orkugeiranum.
Við hvetjum félagskonur og -menn til þess að sækja þennan áhugaverða viðburð.
Nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi – Jafnréttisstimpill KíO“, má finna hér á heimasíðu félagsins
Stjórn KíO hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði Orkustofnunar „Ársfundur Orkustofnunar 2019“ sem haldinn er 3. apríl nk. og gleðst yfir því að þar er jafnvægi í kynjahlutfalli framsögumanna. Þessi viðburður hlýtur því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum fyrir að vera Viðburður í Jafnvægi en til að hljóta stimpilinn þarf viðburður að uppfylla ákveðin fyrirfram skilgreind viðmið sem finna má hér á heimasíðu Kvenna í orkumálum.
Við óskum Orkustofnun til hamingju með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Skipuleggjendur viðburðarins hafa sýnt jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og eruð þar með fyrirmynd annarra sem koma að skipulagi viðburða í orkugeiranum.
Við hvetjum félagskonur og -menn til þess að sækja þennan áhugaverða viðburð.
Nánar um Ársfundur Orkustofnunar 2019:
https://orkustofnun.is/orkustofnun/um-orkustofnun/arsfundir/arsfundur-2019/
Nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi – Jafnréttisstimpill KíO“, má finna hér á heimasíðu félagsins.
Stjórn KíO hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði Landsnets „Vorfundur 2019 – Hvað slær út þjóðaröryggi? Framtíð íslenska raforkumarkaðarins“ sem haldinn er 12. mars nk. og gleðst yfir því að þar er jafnvægi í kynjahlutfalli framsögumanna. Þessi viðburður hlýtur því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum fyrir að vera Viðburður í Jafnvægi en til að hljóta stimpilinn þarf viðburður að uppfylla ákveðin fyrirfram skilgreind viðmið sem finna má hér á heimasíðu Kvenna í orkumálum.
Við óskum Landsnet til hamingju með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Skipuleggjendur viðburðarins hafa sýnt jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og eruð þar með fyrirmynd annarra sem koma að skipulagi viðburða í orkugeiranum.
Við hvetjum félagskonur og -menn til þess að sækja þennan áhugaverða viðburð.
Nánar um Vorfund Landsnets 2019 – Hvað slær út þjóðaröryggi? Framtíð íslenska raforkumarkaðarins:
Nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi – Jafnréttisstimpill KíO“, má finna hér á heimasíðu félagsins.
Stjórn KíO hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði Samtök iðnaðarins „Iðnþing 2019“ sem haldinn er 7. mars. nk. og gleðst yfir því að þar er jafnvægi í kynjahlutfalli framsögumanna. Þessi viðburður hlýtur því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum fyrir að vera Viðburður í Jafnvægi en til að hljóta stimpilinn þarf viðburður að uppfylla ákveðin fyrirfram skilgreind viðmið sem finna má hér á heimasíðu Kvenna í orkumálum.
Við óskum Samtökum iðnaðarins til hamingju með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Skipuleggjendur viðburðarins hafa sýnt jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og eruð þar með fyrirmynd annarra sem koma að skipulagi viðburða í orkugeiranum.
Við hvetjum félagskonur og -menn til þess að sækja þennan áhugaverða viðburð.
Nánar um Iðnþing SI 2019:
https://www.si.is/idnthing/idnthing-2019/
Nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi – Jafnréttisstimpill KíO“, má finna hér á heimasíðu félagsins
Stjórn KíO hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði Orkuveitu Reykjavíkur „Vísindadagur og ársfundur 2019 – Grunnur að lífsgæðum“ sem haldinn er 4. apríl nk. og gleðst yfir því að þar er jafnvægi í kynjahlutfalli framsögumanna. Þessi viðburður hlýtur því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum fyrir að vera Viðburður í Jafnvægi en til að hljóta stimpilinn þarf viðburður að uppfylla ákveðin fyrirfram skilgreind viðmið sem finna má hér á heimasíðu Kvenna í orkumálum.
Við óskum Orkuveitu Reykjavíkur til hamingju með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Skipuleggjendur viðburðarins hafa sýnt jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og eruð þar með fyrirmynd annarra sem koma að skipulagi viðburða í orkugeiranum.
Við hvetjum félagskonur og -menn til þess að sækja þennan áhugaverða viðburð.
Nánar um Vísindadag og ársfund OR 2019 – Grunnur að lífsgæðum:
https://www.or.is/visindadagur-og-arsfundur
Nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi – Jafnréttisstimpill KíO“, má finna hér á heimasíðu félagsins.