Við hófum nýtt starfsár með krafti og fengum til okkar Lóu Báru Magnúsdóttur, markaðsstjóra Origo, og Sverrir Heiðar Davíðsson, sérfræðing í hagnýtingu gervigreindar. Viðburðurinn var í boði Orkusölunnar og heppnaðist einstaklega vel.
Fundarefnið var ,,Tækifæri í AI byltingunni – Gervigreind og tengslamyndun.” Erindin voru ákaflega áhugaverð og gagnleg og líflegar umræður sköpuðust í framhaldinu og var áhuginn mikill.
Við i stjórn KÍO erum ótrúlega ánægðar með þennan fyrsta viðburð og hlökkum til framhaldsins með ykkur.
Leyfum myndunum að tala sínu máli.