Könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum

8. maí 2024

Félagið Konur í orkumálum (KÍO) mælir nú í fjórða sinn líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Könnunin er send á allt starfsfólk stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Könnunin er líkt og áður framkvæmd af Prósent og er send á allt starfsfólk orku- og veitufyrirtækjanna. Opnað verður fyrir könnunina 8. maí og stendur hún yfir í tvær vikur. Niðurstöðurnar verða kynntar á viðburði KÍO í haust.

Könnunin er liður í því að kanna stöðu jafnréttismála innan fyrirtækjanna og opna á samtal um framtíðarsýn öllum kynjum til hagsbóta. Góð þátttaka skiptir miklu máli til að fá fram skoðun sem flestra og skapa þannig tækifæri til áhrifa og umbóta í okkar starfsumhverfi. Við hvetjum ykkur því öll til að taka þátt og þökkum RARIK fyrir stuðninginn við gerð könnunarinnar. 

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram