Sumarganga Kvenna í orkumálum var í boði Landsvirkjunar í ár og fór fram í fallegu nágrenni við nokkrar af vatnsaflsstöðvum fyrirtækisins í Soginu þann 29. ágúst í blíðskaparveðri.
Góður hópur lagði af stað frá Norðlingaholti með rútu í Sogið þar sem fyrsta stopp var orkusýningin í Ljósafossi og leiðsögn niður í Írafossstöð með Guðmundi Finnbogasyni verkefnastjóri á sviði samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Uppfull af fróðleik hélt hópurinn því næst í gönguna sjálfa í sól og sumaryl þar sem Bjarni Eyfjörð Friðriksson viðskiptastjóri á sviði Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun leiddi fólkið upp á Búrfell í Grímsnesi með einstaklega fallegu útsýni yfir sveitirnar og Þingvallavatn.
Stjórn KÍO þakkar Landsvirkjun kærlega fyrir samstarfið og höfðinglegar móttökur.
Ljósmyndirnar tók Lovísa Árnadóttir, stjórnarkona KÍO og samskiptastjóri Samorku.