Velkomin í sumargöngu KÍO

Dagsetning viðburðar:

Þriðjudagur 29. ágúst 2023

Sumarganga Kvenna í orkumálum í ár fer fram í fallegu nágrenni við nokkrar af vatnsaflsstöðvum Landsvirkjunar. Göngum upp á Búrfell í Grímsnesi og ef veðurguðirnir verða góðir við okkur fáum við vonandi frábært útsýni!

Skráning fer fram hér:
https://forms.gle/LLmVAtQNQgSb68tDA

Hittumst við Olís Norðlingaholti þriðjudaginn 29. ágúst kl. 14:30 og þaðan förum við saman í rútu að Ljósafossstöð. Aksturinn frá Olís Norðlingaholti og að Ljósafossstöð tekur um 50 mín.

Við byrjum á að skoða fjölbreytta og fræðandi orkusýningu Landsvirkjunar í Ljósafossstöð og fáum að kíkja í heimsókn inn í Írafossstöð, sem er fyrsta neðanjarðarvirkjunin sem reist var á Íslandi.

Að skoðunarferðunum loknum höldum við af stað í fjallgöngu upp á Búrfell í Grímsnesi skammt frá. Gerum ráð fyrir að hefja göngu ekki seinna en kl. 17. Gangan sjálf tekur um 2,5-3 tíma og er um 7 km löng með 440 m hækkun. Gangan er ekki mjög erfið þar sem að hækkunin er jöfn og brekkurnar á leiðinni ekki mjög brattar. Boðið verður upp á nestispakka sem við gæðum okkur á á leiðinni.

Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, vera með bakpoka meðferðis, í gönguskóm og hafa regnheld föt, húfu og vettlinga með í för.

Hér gefst gott tækifæri til þess að kynnast orkulindum okkar betur, hreyfa sig og njóta í fallegri náttúru og frábærum félagsskap!

Írafossstöð sem reist var árið 1953 virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu; Írafoss og Kistufoss.
crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram