Húsfyllir og stemming á viðburði KÍO, Grænvangs og Íslandsstofu

6. febrúar 2023

Á föstudaginn síðastliðinn buðu Konur í orkumálum í samstarfi við Grænvang og Íslandsstofu til viðburðar í höfuðstöðvum Íslandsstofu í Grósku hugmyndahúsi. Mæting var afar góð þrátt fyrir gula veðurviðvörun og góð stemming á meðal gesta. Örkynningar á fjórum sprotafyrirtækjum sem leidd eru af kvenfrumkvöðlum og félagskonum KÍO vöktu mikla lukku og áhuga gesta enda einstaklega spennandi nýsköpunarfélög sem eru að leggja sitt af mörkum til orkuskipta og sjálfbærrar þróunar.

KÍO þakkar gestum, fyrirlesurum og samstarfsaðilum kærlega fyrir þátttökuna!

Um sprotafyrirtækin

María Kristín Þrastardóttir – SideWind: Fyrirtækið stefnir að framleiðslu stefnir að framleiðslu vindtúrbína sem nýta þann hliðarvind, sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik – Álvit og Gerosion: Álvit stendur að rannsóknarverkefni á nýjum umhverfisvænum kragasalla fyrir áliðnað á Íslandi.

Íris Baldursdóttir og Eyrún Linnet – SNERPA Power: Félagið býður nýja og einstaka lausn fyrir stórnotendur (iðnað) á raforkumarkaði sem leiðir til verulega bættrar nýtingar auðlinda og aukinnar samkeppnishæfni raforkumarkaðar.

Hafrún Þorvaldsdóttir – e1: Fyrirtækið hefur þróað bakendakerfi og app til að hraða orkuskiptum í samgöngum og opnar á þann deilihagkerfismöguleika að sameina í einu appi allar rafbílahleðslur fyrir rafbílaeigendur á einum stað.

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram