Konur í orkumálum, Íslandsstofa og Grænvangur bjóða í gleðistund með veitingum í fljótandi og föstu formi og örkynningar á spennandi sprotafyrirtækjum leidd af kvenfrumkvöðlum í íslenska orkugeiranum.
OPINN VIÐBURÐUR FYRIR ÁHUGAFÓLK JAFNT SEM MEÐLIMI KÍO – HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR!
Föstudagur 3. febrúar kl. 16:00
Gróska, 4. hæð, Bjargargata 1, 102
Vinsamlegast skráið þátttöku til að sporna gegn matarsóun: https://forms.gle/fXQVYAo2KEGFPWj48
ÖRKYNNINGAR
María Kristín Þrastardóttir – SideWind: Fyrirtækið stefnir að framleiðslu
vindtúrbína sem nýta þann hliðarvind, sem annars færi til spillis á hafi úti, til rafmagnsframleiðslu.
Sunna Ólafsdóttir Wallevik – Álvit og Gerosion: Álvit stendur að rannsóknarverkefni á nýjum umhverfisvænum kragasalla fyrir áliðnað um allan heim.
Íris Baldursdóttir og Eyrún Linnet – SNERPA Power: Þróun á hugbúnaðarlausn sem gefur möguleika á betri nýtingu raforku í samstarfi við stórnotendum.
Hafrún Þorvaldsdóttir – e1: Fyrirtækið hefur þróað bakendakerfi og app til að hraða orkuskiptum í samgöngum og opnar á þann deilihagkerfismöguleika að sameina í einu appi allar rafbílahleðslur fyrir rafbílaeigendur á einum stað.