Hvernig líður okkur? Niðurstöður, pallborð og jólabjór

Dagsetning viðburðar:

Miðvikudagur 07. desember 2022

Konur í orkumálum, í samstarfi við Orkusöluna, bjóða til samtals um jafnrétti í orku- og veitugeiranum í tilefni af niðurstöðum úr nýrri könnun félagsins um líðan starfsfólks í geiranum. Viðburðurinn er haldinn þann 7. desember nk. kl. 15:00 í Ægisgarði á Granda að Eyjarslóð 5, 101 Reykjavík. Hér er hlekkur á viðburðinn á facebook.

Dagskráin hefst kl. 15:00:
– Hildur Harðardóttir stjórnarformaður KÍO opnar
– Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kynnir niðurstöður könnunarinnar
– Pallborðsumræður með forsvarsfólki fyrirtækjanna í úrtakinu um hvernig geirinn getur orðið framúrskarandi í jafnréttismálum. Umræðustýra verður Birna Bragadóttir, stjórnarkona KÍO, forstöðukona Elliðaárstöðvar og Jarðhitasýningar.

Þátttakendur í pallborði:
– Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdarstýra Veitna
– Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar
– Magnús Kristjánsson framkvæmdarstjóri Orkusölunnar
– Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir mannauðsstjóri HS Veitur
– Gunnur Ýr Stefánsdóttir verkefnastjóri skrifstofu forstjóra Norðurorku
– Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK
– Ingólfur Örn Guðmundsson forstöðumaður Sala og viðskiptaþróun ON
– Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnet

Að umræðum loknum verður boðið upp á jólabjórsmakk, barinn opinn og stund fyrir notalegt spjall og gleði.

Viðburðinum verður ekki streymt en við vonumst til að sjá sem flest í eigin persónu. Niðurstöðurnar verða kynntar á miðlum KÍO í kjölfarið.

Ægisgarður brugghús að Eyjarslóð 5, 101 Reykajvík.
crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram