Vel sóttur fundur FUMÍ og KÍO um orku- og umhverfismál

15. október 2022

Fullt var út úr dyrum á sameiginlegum fundi KÍO og FUMÍ á Hilton Reykjavík Nordica þann 14. október sem bar yfirskriftina Orkumál eru umhverfismál: Sameiginleg markmið, samtal og samvinna.

Í upphafi fundar fluttu Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs og Alma Stefánsdóttir starfsmaður Landsvirkjunar og félagi í Ungum umhverfissinnum stuttar framsögur til að ýta umræðunum úr vör en að því loknu hófst pallborð undir stjórn Aðalheiðar Snæbjarnardóttur, sjálfbærnistjóra Landsbankans.

Líkt og titill fundarins gaf til kynna var markmiðið að ræða þar skörun orkumála og umhverfismála og voru umræður þeirra Halldórs Þorgeirssonar, Auðar Önnu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, Sigrúnar Sayeh frá Ungum umhverfissinnum, Kristínar Lindu Árnadóttur aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar og Ketils Sigurjónssonar framkvæmdastjóra Zephyr Iceland líflegar og áhugaverðar.

Þau voru öllu sammála um að orkumál og umhverfismál væru einn og sami hluturinn og að grípa þyrfti til umfangsmikilla aðgerða í loftslagsmálum, þó að skiptar skoðanir væru um aðgerðirnar sjálfar. Fyrst og fremst þyrftu umræður um mögulegar aðgerðir og sviðsmyndir að vera heiðarlegar þannig að almenningur sé meðvitaður um hvað felst í hverri þeirra. Þær þurfi einnig að vera byggðar á sameiginlegu trausti á þeim ferlum sem væru til staðar svo hægt væri að ná sem mestri sátt.

KÍO og FUMÍ þakka öllum þeim sem tóku þátt í fundinum.

F.v. Ingunn Gunnarsdóttir frá FUMÍ, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar, Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri Zepyr Iceland, Alma Stefánsdóttir hjá Landsvirkjun og Ungum umhverfissinnum, Halldór Þorgeirsson framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Aðalheiður Snæbjarnardóttir sjálfbærnistjóri Landsbankans, Sigrún Sayeh frá Ungum umhverfissinnum, Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Lovísa Árnadóttir frá KÍO.

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram