Félag umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ) og Konur í orkumálum (KÍO) boða til hádegisfundarins Orkumál eru umhverfismál: Sameiginleg markmið, samtal og samvinna.
Líkt og titillinn gefur til kynna er markmiðið að ræða um skörun málefna þessara tveggja félaga, orkumála og umhverfismála. Fjallað verður um þetta í stuttum erindum og pallborðsumræðum.
Boðið verður upp á hádegishressingu kl. 11.30 og fundurinn hefst svo kl. 12. Til að koma í veg fyrir matarsóun og gæta þess að sæti séu fyrir alla fundargesti er skráningar óskað.
Aðgangur er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin!