Sumarganga Kvenna í orkumálum fór að þessu sinni fram á hinu undurfagra Hengilssvæði síðastliðinn fimmtudag. Birna Bragadóttir forstöðukona Elliðaárstöðvar og stjórnarkona KíO skipulagði gönguna og leiðsagði ásamt samstarfskonum hjá OR-samstæðunni. Gengið var að Bræðrabunu þar sem orkukonur gæddu sér á nestispakka og nutu góðrar samveru og náttúrufegurðar. Jarðsaga svæðisins er merkileg og því vel við hæfi að fá fróðleiksmola um svæðið frá Írisi Evu Einarsdóttur jarðfræðingi hjá OR.
Veðrið var milt og fallegt með smá rigningarskúr í lokin sem kom ekki að sök því boðið var upp á dýrindis heitt súkkulaði og Stroh eftir velheppnaða göngu.
Konur í orkumálum þakka félagsfólki fyrir frábæra samveru og hlökkum til komandi starfsárs!