Sumarganga KÍO

Dagsetning viðburðar:

Fimmtudagur 18. ágúst 2022

Sumarganga Kvenna í orkumálum fer fram á hinu stórbrotna Hengilssvæði sem er rétt utan athafnasvæða Hellisheiðavirkjana Orku náttúrunnar.

Vinsamlega skráið þátttöku hér:
https://forms.gle/DaFGPLY8JzcoBa6D7

Hittumst við Jarðhitasýninguna fimmtudaginn 18. ágúst kl. 17:00. Gangan sjálf tekur um 1,5 tíma. Boðið verður upp á nestispakka og að göngu lokinni heitt kakó. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í gönguskóm og hafa regnjakka, húfu og vettlinga með í för. Þau sem vilja grípa með sér göngustafi.

Við hvetjum ykkur til að spara kolefnissporið og sameinast í bíla.
Það tekur um 30 mínútur að keyra miðsvæðis Reykjavíkur á Hellisheiðina.
Starfskonur ON og OR munu leiða gönguna og fræða okkur um svæðið, orkunýtinguna og landgræðsluna.

Hengilssvæðið er staðsett á virku gosbelti og býður upp á flest það sem prýðir íslenska náttúru: hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár, stöðuvötn og áhugavert landslag.
Hengilssvæðið er vinsælt útivistarsvæði og eru um 110 km af merktum gönguleiðum á svæðinu sem OR og ON hefur haft veg og vanda í samstarfi við sveitastjórnir að leggja og viðhalda.

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram