Nordic Energy Equality Conference 2022

17. júní 2022

Þann 14. og 15. júní fór fram ráðstefna á vegum NEEN (Nordic Energy Equality Network) í Osló. Í kynningum og pallborðsumræðum var kafað ofan í kynjajafnvægi, fjölbreytileika og þátttöku í orkugeiranum á Norðrulöndunum.

Á ráðstefnunni var rætt um mikilvægi jafnréttis og fjölbreytileika fyrir sjálfbær orkuskipti og það hvernig fjölbreytileiki leiðir af sér sköpunarkraft sem er svo mikilvægur þáttur í að leysa loftslagsvandann. En orkugeirinn er enn karlægur, konur eru einungis 28% af heildarfjölda heilsársstöðugilda á Norðurlöndunum (svipað hlutfall á Íslandi), og því beindi dagskrá ráðstefnunnar sjónum sínum að áþreifanlegum aðgerðum til þess að stuðla að félagslegu jafnrétti sem og sjálfbærri þróun innan geirans.

Hildur Harðardóttir formaður sendi inn rafrænakveðju á fundinn fyrir hönd Kvenna í orkumálum á Íslandi. Upptökur frá ráðstefnudögunum má nálgast hér að neðan ásamt kynningum og dagskránni.

Fyrri dagur ráðstefnunnar.
Seinni dagur ráðstefnunnar.
Kynningar á pdf formi.
Dagskráin.



crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram