Ný stjórn Kvenna í orkumálum

9. maí 2022
Frá vinstri: Harpa Pétursdóttir fráfarandi formaður, Hildur Harðardóttir nýr formaður, Dagný Ósk Ragnarsdóttir ný stjórnarkonar, Lovísa Árnadóttir stjórnarkona, Svandís Hlín Karlsdóttir stjórnarkona, Amel Barich ný varakona í stjórn, Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir ný stjórnarkona og Ásgerður K. Sigurðardóttir ný stjórnarkona. Á myndina vantar Birnu Bragadóttur nýja stjórnarkonu og Ásdísi Benediktsdóttur varakonu í stjórn.

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Kvenna í orkumálum þann 5. maí sl. Hildur Harðardóttir, verkefnisstjóri á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður og tekur Hildur við af Hörpu Pétursdóttur, stofnanda félagsins og formanni frá árinu 2016.

Lovísa Árnadóttir hjá Samorku og Svandís Hlín Karlsdóttir hjá Landsneti voru endurkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára. Sex nýjar stjórnarkonur taka sæti, þær Ásgerður K. Sigurðardóttir hjá Landsvirkjun, Birna Bragadóttir hjá Orkuveitunni, Dagný Ósk Ragnarsdóttir hjá Landsvirkjun og Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir hjá RARIK. Varamenn eru Amel Barich hjá GEORG og Ásdís Benediktsdóttir hjá ÍSOR.

Konur í orkumálum er félag þeirra sem starfa í orku- og veitugeiranum á Íslandi eða hafa áhuga á honum. Félagið er opið öllum sem telja tilgang félagsins sig varða og vilja stuðla að framgangi félagsins. ​Aðildin er öllum opin enda eru það hagsmunir allra að jafna hlutfall kynjanna í geiranum.​​​

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram