Viðburðurinn „Vísindadagur og ársfundur OR 2019 - Grunnur að lífsgæðum“ hlýtur jafnréttisstimpil KíO

2. mars 2019

Stjórn KíO hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði Orkuveitu Reykjavíkur „Vísindadagur og ársfundur 2019 - Grunnur að lífsgæðum“ sem haldinn er 4. apríl nk. og gleðst yfir því að þar er jafnvægi í kynjahlutfalli framsögumanna. Þessi viðburður hlýtur því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum fyrir að vera Viðburður í Jafnvægi en til að hljóta stimpilinn þarf viðburður að uppfylla ákveðin fyrirfram skilgreind viðmið sem finna má hér á heimasíðu Kvenna í orkumálum. 


Við óskum Orkuveitu Reykjavíkur til hamingju með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Skipuleggjendur viðburðarins hafa sýnt jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og eruð þar með fyrirmynd annarra sem koma að skipulagi viðburða í orkugeiranum.


Við hvetjum félagskonur og -menn til þess að sækja þennan áhugaverða viðburð.


Nánar um Vísindadag og ársfund OR 2019 - Grunnur að lífsgæðum:

https://www.or.is/visindadagur-og-arsfundur

Nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi - Jafnréttisstimpill KíO“, má finna hér á heimasíðu félagsins.

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram