Viðburður SI, „Mótum framtíðina saman“ hlýtur jafnréttisstimpil KíO

30. október 2018

Stjórn KíO staðfestir að viðburður SI, "Mótum framtíðina saman", sem haldinn er 7. nóv. nk., uppfyllir skilgreind viðmið um kynjahlutfall framsögumanna. Þessi viðburður hlýtur því Jafnréttisstimpil Kvenna í Orkumálum fyrir að vera Viðburður í Jafnvægi.

Við óskum Samtökum Iðnaðarins, sem að viðburðinum standa, til hamingju með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum. Skipuleggjendur viðburðarins hafa sýnt jafnrétti í verki með skipulagi þessa viðburðar og eruð þar með fyrirmynd annarra sem koma að skipulagi viðburða.

Við hvetjum félagskonur og -menn til þess að sækja þennan áhugaverða og vandaða viðburð þar sem kynnt verður ný atvinnustefna fyrir ísland.

Dagskrá og skráning er á heimasíðu SI:

https://www.si.is/starfsemi/vidburdir/2018/11/07/eventnr/1598

Nánari upplýsingar um verkefnið „Viðburður í jafnvægi - Jafnréttisstimpill KíO“, má finna hér á heimasíðu félagsins:

https://www.konuriorkumalum.is/jafnrettisstimpill

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram