Ragnheiður Elín fjallar um KíO

10. mars 2017

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra var nýverið ráðin sem ráðgjafi í orkumálum við Atlantic Council hugveituna í Washington.

„Ég er frekar ánægð með þetta og bara nokkuð stolt yfir að AC leitaði til mín um þetta samstarf, sem ég mun auðvitað leggja metnað minn í að sinna vel,“ segir Ragnheiður Elín, á Facebook-síðu sinni. Þar greinir hún frá því að hún hefur verið ráðin sérfræðingur í orkumálum hjá bandarísku hugveituna The Atlantic Council. ​

Í fyrsta erindi sínu fyrir hugveituna fjallar hún um konur í geiranum og fjallar þar m.a. um stofnun félagsins okkar, Konur í orkumálum, og fyrsta fund félagsins sem var mjög eftirminnilegur.

Hér má finna fyrsta erindi hennar hjá Atlantic Council.

crossmenuarrow-downarrow-leftarrow-right linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram